Markaðurinn
SocChef – nýtt vörumerki hjá Danól
SocChef er spænskt fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var fyrir meira en 20 árum síðan í grennd við Barcelona. SocChef sérhæfir sig í sérhæfðum vörum fyrir fagfólk í veitingageiranum, svo sem ýmis konar hleypiefnum og íblöndunarefnum ásamt frostþurrkuðum berjum og öðru spennandi.
Allar vörurnar frá SocChef eru 100% náttúrulegar og hægt er að staðfesta uppruna þeirra. SocChef á í nánu samstarfi við Martín Beasategui , sem er kokkur frá San Sebastián í Baskahéraði á Spáni.
Hann á þónokkra veitingastaði, sem hafa hlotið alls 12 Michelin stjörnur. Martín kemur að þróun vara, veitir ráðgjöf og gætir þess að gæði varanna uppfylli ítrustu kröfur veitingastaða og bakaría í hæsta klassa.
Þú getur lesið meira um vörumerkið og kynnt þér úrvalið með því að smella hér.
Hafið endilega samband við ykkar sölumann eða hafið samband í síma 595-8000 fyrir frekari upplýsingar. Við minnum einnig á vefverslunina okkar, www.vefverslun.danol.is.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt4 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars