Uppskriftir
Áfasúpa
Áfir er vökvi sem verður eftir þegar smjör er unnið úr rjóma, en til að rjómi geti orðið að smjöri er hann strokkaður.
Áfir voru áður nýttar til drykkjar og í ýmsan mjólkurmat, og eru víða enn þótt Íslendingar noti þær lítið til manneldis. Heimild: wikipedia
Áfasúpa (Súrmjólkursúpa)
Súrar áfir 3000 gr
Mannagrjón eða hrísmjöl 150 gr
Kanel (1 stöng) 20 gr
Rúsínur eða kúrennur 50 gr
Sykur (2 matsk.) 48 gr
Sítrónolía (10 dropar)
Salt (1 tesk)
Aðferð:
Hrísmjölið eða mannagrjón eru hrærð sundur í kaldri mjólkinni; kanel látinn í og rúsínurnar, sem fyrst eru þvegnar.
Á meðan áfirnar eru að hitna þarf stöðugt að hræra í, svo að ekki ysti.
Súpan er soðin í 10 – 15 mín. Sykurinn, saltið og sítrónuolían eru látin seinast í. Þessa súpu er gott að búa til úr súrri mjólk.
Áfasúpur eru bragðgóðar, auðmeltar og fljótsoðnar. Áfasúpan getur orðið betri sé hún jöfnuð með 3 eggjarauðum. Einnig er hott að láta ofan í hana 1/2 pela af þeyttum rjóma, þegar búið er að hella henni í súpuskálina.
Uppskrift úr Nýju matreiðslubókinni sem kom út árið 1915, eftir Jóninnu Sigurðardóttur
Mynd: úr safni

-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Keppni5 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði