Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Veitingahús ársins á Norðurlöndunum er Geranium

Birting:

þann

Frá verðlaunaafhendingu á Munkebo Kro við Odinsvé í gær

Frá verðlaunaafhendingu á Munkebo Kro við Odinsvé í gær

Nordic Prize í ár fékk Geranium í Danmörku.  Eigandi og matreiðslumeistari Geranium er stjörnukokkurinn Rasmus Kofoed, en hann hefur m.a. keppt fjórum sinnum í Bocuse d’Or, fyrst árið 2005 og þar fékk hann brons, árið 2007 fékk hann silfur, keppti í undankeppni Bocuse d’Or árið 2010 og vann þar til gullverðlauna og náði svo toppnum árið 2011 og fékk gullstyttuna frægu.

Geranium hefur 2 Michelin stjörnur og er númer 45 á San Pellegrino listanum yfir 50 bestu veitingahús í heimi.

Verðlaunin voru afhent við hátíðarkvöldverði í Munkebo Kro í Odinsvé í gær, en viðstaddir voru fulltrúar veitingastaða, fréttamenn og fulltrúar dómnefnda á Norðurlöndunum.

Þau veitingahús sem kepptu um Nordic Prize í ár voru:

  • Ylajali, Oslo
  • Olo, Helsinki
  • Geranium, København
  • Dill, Reykjavík
  • Daniel Berlin, Tranås

Þeir sem hafa fengið Nordic Prize áður:

  • 2012: Maaemo, Esben Holmboe
  • 2011: Henne Kirkeby Kro, Allan Poulsen
  • 2010: Matsalen, Mathias Dahlgren
  • 2009: noma, René Redzepi

Nánari upplýsingar er hægt að lesa á heimasíðu thenordicprize.com

 

Mynd: thenordicprize.com

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið