Smári Valtýr Sæbjörnsson
Veitingahús ársins á Norðurlöndunum er Geranium
Nordic Prize í ár fékk Geranium í Danmörku. Eigandi og matreiðslumeistari Geranium er stjörnukokkurinn Rasmus Kofoed, en hann hefur m.a. keppt fjórum sinnum í Bocuse d’Or, fyrst árið 2005 og þar fékk hann brons, árið 2007 fékk hann silfur, keppti í undankeppni Bocuse d’Or árið 2010 og vann þar til gullverðlauna og náði svo toppnum árið 2011 og fékk gullstyttuna frægu.
Geranium hefur 2 Michelin stjörnur og er númer 45 á San Pellegrino listanum yfir 50 bestu veitingahús í heimi.
Verðlaunin voru afhent við hátíðarkvöldverði í Munkebo Kro í Odinsvé í gær, en viðstaddir voru fulltrúar veitingastaða, fréttamenn og fulltrúar dómnefnda á Norðurlöndunum.
Þau veitingahús sem kepptu um Nordic Prize í ár voru:
- Ylajali, Oslo
- Olo, Helsinki
- Geranium, København
- Dill, Reykjavík
- Daniel Berlin, Tranås
Þeir sem hafa fengið Nordic Prize áður:
- 2012: Maaemo, Esben Holmboe
- 2011: Henne Kirkeby Kro, Allan Poulsen
- 2010: Matsalen, Mathias Dahlgren
- 2009: noma, René Redzepi
Nánari upplýsingar er hægt að lesa á heimasíðu thenordicprize.com
Mynd: thenordicprize.com
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur