Frétt
Verð á drykkjarvöru og konfekti hækkar mest
Verð á jólamat hækkaði um 6-17% milli ára, samkvæmt verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ . Verðum var safnað þann 13 desember árið 2023 og þau borin saman við verð í sambærilegri könnun sem framkvæmd var fyrir ári, 13. desember 2022. Vísitala matvöruverðs hækkaði um 11% á sama tímabili.
Minnst hækkaði verð í Heimkaupum, að meðaltali um 6%. Þar af hækkaði verð á brauði og kökum um aðeins 2% en verð á drykkjarvöru um 16%. Í Nettó, Krónunni, Kjörbúðinni og Bónus hækkaði verð að meðaltali um 7-9%. Mest hækkaði verð í Iceland, að meðaltali 17%, Hagkaupum (15%) og Fjarðarkaupum (13%). Drykkjarvörur í Iceland voru sá flokkur sem mest hækkaði í verði, eða um 48%. Mismargar vörur voru í samanburðinum í hverri verslun, flestar í Fjarðarkaup, 83 og fæstar í Kjörbúðinni, 38.
Tíðastar voru verðhækkanir í Hagkaupum, þar sem 95% af vörum hækkuðu í verði milli ára. Verð hækkaði sjaldnast í Heimkaupum, eða í tveimur tilfellum af þremur.
Verð á drykkjarvöru og konfekti hækkar mest
Að meðaltali hækkaði verð á drykkjarvörum mest eða á bilinu 10-48% milli ára. Verð á konfekti hækkaði að meðaltali næst mest; mest í Iceland, 29% og um 24% í Hagkaup en minnst í Heimkaupum, 9%. Fáar konfekt vörur voru í samanburðinum í Iceland og Heimkaupum en allar vörurnar fengust í Hagkaup. Verð á ís hækkaði að jafnaði minna en konfekt.
Verð á mjólkurvörum hækkaði einnig töluvert eða á bilinu 7-18%, mest í Fjarðarkaup en minnst í Heimkaup. Þá hækkaði verð á kjöti mikið, um 17% að meðaltali en samanburðurinn nær einungis til þriggja vara.
Verð á kaffi hækkaði að meðaltali einna minnst. Það stóð í stað í Bónus og Krónunni milli ára, lækkaði um 6-9% í Nettó, Iceland og Kjörbúðinni en hækkaði um 5-7% í öðrum verslunum.
Oft tuga prósenta verðhækkun á konfekti
Verð á konfekti hækkaði í oft um tugi prósenta en sem dæmi hækkaði verð á stórri dós af Quality Street konfekti um 31-45% nema í Fjarðarkaupum þar sem verðið stóð í stað milli ára. Verð á 440 gr. Nóa konfektkassa hækkaði á bilinu 7-24% og verð á Toblerone um 11-32%. Flórídana heilsusafi hækkaði um 32-43% nema í Fjarðarkaup þar sem hann hækkaði um 7% og verð á 2 lítra appelsíni hækkaði um 8-54%. Verð á Dala salatosti í kryddolíu hækkaði um 10-24% og verð á MS piparosti um 8-17%.
Þá hækkaði verð á SS birkireyktu úrbeinuðu læri um 12-20% og verð á léttreyktum Kea lambahrygg um 13-35%.
Hafa ber í huga að mismargar vörur eru undir hverjum flokki og mismargar vörur voru til í hverri verslun. Þá endurspeglar könnunin ekki vöruúrval verslana í heild sinni.
Um úttektina
Í könnuninni voru borin saman verð á 92 vörum sem vísar eru til að rata í innkaupakörfur á aðventunni. Athugað var hve oft verð höfðu hækkað og hver meðalhækkun var á körfunni og á tilteknum flokkum innan hennar.
Þær verðbreytingar sem hér eru birtar miða við breytingar á verði verslana milli verðkannana verðlagseftirlits ASÍ frá 13. desember 2022 og 13. desember 2023. Rétt er að árétta að mæld eru þau verð sem eru í gildi á hverjum tíma í versluninni. Könnunin var gerð samdægurs í eftirtöldum verslunum: Nettó, Bónus, Krónunni, Fjarðarkaupum, Iceland, Hagkaup, Kjörbúðinni og á Heimkaup.is.
Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.
Mynd: úr safni
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Keppni13 klukkustundir síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Frétt4 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Áramótabomba Churchill