Vertu memm

Nemendur & nemakeppni

Forseti Íslands tók á móti Euroskills keppendum á Bessastöðum – Bríet Berndsen: „Kjötiðn er meira en kjöt og hnífur“ – Myndir

Birting:

þann

Euroskills, Evrópumóti iðn-, verk- og tæknigreina 2023 - Á Bessastöðum

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson tók á móti keppendum í Euroskills, Evrópumóti iðn-, verk- og tæknigreina nú í vikunni. Eins og fram hefur komið hér á veitingageirinn.is þá fór Evrópumótið fram í Gdansk í Póllandi dagana 5. – 9. september.  Viðburðurinn fór fram á Bessastöðum.

Euroskills, Evrópumóti iðn-, verk- og tæknigreina 2023 - Á Bessastöðum

Mótið er hið stærsta sinnar tegundar í Evrópu og fer fram annað hvert ár með hundruðum keppenda frá 32 þjóðum. Íslendingar tóku fyrst þátt árið 2008 og voru keppendurnir aðeins tveir fyrstu árin en í þetta sinn tóku 11 íslenskir keppendur þátt í ýmsum iðngreinum. Öll tryggðu þau sér keppnisrétt með þátttöku í Íslandsmóti iðn-og verkgreina, sem forseti sótti í mars á þessu ári.

Forseti bauð keppendurna, þjálfara þeirra og bakhjarla velkomin heim og afhenti viðurkenningar fyrir góðan árangur á mótinu. Í ávarpi sínu minnti forseti á mikilvægi iðn-, verk- og tæknigreina fyrir íslenskt samfélag og gildi þess að fólk á öllum aldri veldi sér nám og starf eftir eigin áhugasviði.

Ávarp forseta

Euroskills, Evrópumóti iðn-, verk- og tæknigreina 2023 - Á Bessastöðum

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands

Mikið var gaman að taka í dag á móti fulltrúum Íslands á Evrópumótinu í iðn- og verkgreinum sem haldið var í Gdansk í Póllandi fyrir skemmstu. Keppendur okkar stóðu sig með sóma og nutu atbeina einvalaliðs héðan, þjálfara, liðsstjóra og annarra. Um leið er svo gaman að sjá hvernig vegur iðn- og verkgreina hefur eflst á Íslandi.

Við þurfum að geta boðið upp á fjölbreytt nám sem hæfir óskum og vonum hvers og eins. Þannig fær fólk að sýna hvað í því býr, sjálfu sér og öðrum til heilla. Aftur til hamingju, frábæru fulltrúar Íslands!

Frétt á RÚV

Í tíu fréttum á RÚV í gærkvöldi var fjallað um heimsóknina á Bessastaði og var meðal annars rætt við Bríet Berndsen kjötiðnaðarnema.  Bríet sagði skemmtilega frá um fagið í viðtalinu og sagði meðal annrs að kjötiðn er meira en kjöt og hnífur, en hægt er að horfa á innslagið með því að smella hér.

Myndir: forseti.is / Jón Svavarsson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið