Markaðurinn
Tómatsúpa með ristuðum tómötum og basilíku
Einstaklega fersk tómatsúpa með ferskum ristuðum tómötum, lauk, hvítlauk og basilíku. Súpan er bragðmikil og góð þar sem rjóminn fullkomnar áferð súpunnar. Gott er að bera fram með parmesan osti og t.d. steinbökuðu tómat-baquette brauði og íslensku smjöri.
Fyrir 4-6 mans
Innihald
10 ferskir tómatar
3 msk ólífu olía
30 g smjör
1 stk laukur
5 hvítlauks rif
2 dósir hakkaðir tómatar (ca 800 g)
4-5 greinar ferskt galdrablóðberg (Thyme)
2 tsk gróft sjávarsalt
1 tsk svartur pipar
2 handfylli af ferskri basilíku
250 ml vatn
2 stk tengingar af grænmetiskrafti
1 msk sykur
2 dl rjómi
Parmesan ostur
Aðferð
- Skreið fersku tómatana í tvennt og raðið þeim á ofnplötu með bökunarpappír. Setjið ólífuolíu yfir alla tómatana og kryddið með salti og pipar. Bakið í klukkustund við 180 gráðu hita.
- Á meðan tómatarnir eru að bakast er gott að byrja á rest. Setjið smjör í pott, skerið niður lauk og steikið þar til laukurinn er orðinn ljós gylltur að lit.
- Bætið hvítlauk saman við og steikið léttilega.
- Setjið tómatana úr dós saman við ásamt grófsaxaðri basilíku, fersku galdrablóðbergi, salti og pipar og leyfið suðunni að koma upp.
- Setjið vatn saman við ásamt grænmetisteningum og hrærið vel saman. Látið sjóða í rúmar 10-15 mínútur.
- Þegar tómatarnir hafa bakast í ofninum er þeim bætt saman við.
- Maukið súpuna með töfrasprota þar til súpan er orðin mjúk og slétt og látið hana sjóða í stutta stund.
- Blandið rjóma saman við og hrærið vel. Gott er að smakka súpuna til og ef til vill salta eða bæta svörtum pipar við ef þarf.
- Setjið súpuna í skálar og berið fram með rifnum parmesan osti ofan á og auka basilíku fyrir þá sem vilja. Gott er að bera súpuna einnig fram með tómatbrauði eða öðru brauði og smjöri.

-
Markaðurinn11 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna3 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag