Viðtöl, örfréttir & frumraun
Ólöf Ólafsdóttir gefur út bókina: Ómótstæðilegir eftirréttir
„Loksins eftir langa 8 mánuði má ég loksins tilkynna að ég er að fara að gefa út bókina: Ómótstæðilegir eftirréttir.“
Segir Ólöf Ólafsdóttir í tilkynningu.
Ólöf er konditor og pastry-chef að mennt, en hún hóf starfsferil sinn á Apótekinu árið 2015 og starfaði þar í tæp 2 ár. Eftir Apótekið þá flutti Ólöf til Ringsted í Danmörku og fór þar í konditor skólann Zealand Buisness College og tók svo námssamning í Mosfellsbakarí og útskrifaðist úr skólanum í janúar 2021.
Ólöf segir hugmyndina á bak við bókina vera að henni langaði að gera bók sem væri ekki bara fyrir byrjendur, heldur líka fyrir þá sem lengra eru komnir, en jafnframt að gera uppskriftirnar auðveldar í framkvæmd.
„Það hefur farið óendanlega mikil vinna í hana og er hún smá eins og listaverkið mitt eða jafnvel litla barnið mitt.“
Segir Ólöf.
Bókin kemur í búðir fyrstu vikuna í október næstkomandi og mun Ólöf halda útgáfupartí þegar nær dregur.
Myndir á bak við tjöldin við gerð bókarinnar: Instagram / @olofolafs
-
Markaðurinn4 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun10 klukkustundir síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Markaðurinn5 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni3 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA











