Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Ólöf Ólafsdóttir gefur út bókina: Ómótstæðilegir eftirréttir

Birting:

þann

Ólöf Ólafsdóttir - Bókin Ómótstæðilegir eftirréttir

Ólöf Ólafsdóttir

„Loksins eftir langa 8 mánuði má ég loksins tilkynna að ég er að fara að gefa út bókina: Ómótstæðilegir eftirréttir.“

Segir Ólöf Ólafsdóttir í tilkynningu.

Ólöf er konditor og pastry-chef að mennt, en hún hóf starfsferil sinn á Apótekinu árið 2015 og starfaði þar í tæp 2 ár. Eftir Apótekið þá flutti Ólöf til Ringsted í Danmörku og fór þar í konditor skólann Zealand Buisness College og tók svo námssamning í Mosfellsbakarí og útskrifaðist úr skólanum í janúar 2021.

Ólöf segir hugmyndina á bak við bókina vera að henni langaði að gera bók sem væri ekki bara fyrir byrjendur, heldur líka fyrir þá sem lengra eru komnir, en jafnframt að gera uppskriftirnar auðveldar í framkvæmd.

„Það hefur farið óendanlega mikil vinna í hana og er hún smá eins og listaverkið mitt eða jafnvel litla barnið mitt.“

Segir Ólöf.

Veisluþjónusta - Banner

Bókin kemur í búðir fyrstu vikuna í október næstkomandi og mun Ólöf halda útgáfupartí þegar nær dregur.

Fleiri fréttir af Ólöfu hér.

Myndir á bak við tjöldin við gerð bókarinnar: Instagram / @olofolafs

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið