Markaðurinn
Innnes kaupir Djúpalón
Innnes ehf hefur fest kaup á fyrirtækinu Djúpalóni ehf sem sérhæfir sig í innflutningi, sölu og dreifingu á fjölbreyttu fersku, kældu og frosnu sjávarfangi til fyrirtækja og verslana. Djúpalón býður upp á allt frá þorski sem veiðist við Íslandsstrendur til framandi tegunda úr öllum heimsins höfum.
Með þessum kaupum styrkist Innnes umtalsvert í umsvifum á sjávarfangi sem er sívaxandi vöruflokkur.
Magnús Óli Ólafsson forstjóri Innnes:
,,Við höfum fundið aukna eftirspurn eftir fjölbreyttu fersku, kældu og frosnu sjávarfangi hjá okkar viðskiptavinum, bæði á fyrirtækja- og neytendamarkaði og því eru kaupin á Djúpalóni í takt við okkar markmið að þjónusta okkar viðskiptavini sem allra best.
Djúplóni hefur gengið vel á sínum markaði, er með öflugt teymi og við sjáum mikil vaxtartækifæri framundan með þessum kaupum.”
Innnes er ein af stærstu matvöruheildverslunum landsins með fjölbreytt úrval matvöru og áfengi ásamt kaffiþjónustu. Fyrirtækið flutti nýverið alla starfsemi sína í nýtt hátæknivöruhús að Korngörðum 3 þar sem sjálfvirkni og skilvirkni í geymslu, tiltekt og dreifingu er í fyrirrúmi. Vöruhúsið býr yfir m.a. nýjustu hátækni í kæli- og frystiklefum sem mun tryggja gæði sjávarfangsins til hins ítrasta.
Kaupin eru gerð með fyrirvara á samþykki samkeppnisyfirvalda.
Engar breytingar eru fyrirhugaðar á mannauði í kjölfar kaupanna.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt2 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Keppni3 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024