Vertu memm

Markaðurinn

Er þetta fallegasta Síríus kannan hingað til?

Birting:

þann

Er þetta fallegasta Síríus kannan hingað til?

Nú þegar daginn er tekið að stytta mæta Síríus könnurnar í verslanir en þær hafa notið sívaxandi vinsælda ár frá ári. Kannan er glær þetta árið, merkt með Síríus merkinu og ártalinu, eins og venja hefur verið undanfarin ár.

„Könnurnar komu fyrst á markað árið 2014 og það er gaman að sjá þessa miklu hefð sem orðið hefur til í kringum þær, hefð sem ég held að fæst okkar hafi séð fyrir að myndi skapast. Það er algengt að fólk safni könnunum og því leggjum við mikla vinnu í að velja vandaðar og fallegar könnur,“

segir Selma Sigurðardóttir, vörumerkjastjóri hjá Nóa Síríus.

„Við höfum orðið vör við aukinn metnað og sköpunargleði landans þegar kemur að heitu súkkulaði enda ýmsar samsetningar mögulegar,“

segir Selma og bætir við að einnig sé gaman að sjá hversu mikinn metnað fólk leggi í framreiðsluna:

„Hver vill til dæmis ekki bragða á girnilegu heitu súkkulaði með myntukeim sem skreytt er með rjóma, súkkulaðispæni og fersku myntulaufi?“

Síríus súkkulaði fagnar á þessu ári 90 ára samfylgd sinni með íslensku þjóðinni. Uppskriftin að klassíska suðusúkkulaðinu, sem við öll þekkjum, hefur verið óbreytt frá upphafi en þar sem vöruþróun er eitt af leiðarljósunum í starfsemi Nóa Síríus hafa nýjar bragðtegundir bæst í hópinn.

Þannig fæst suðusúkkulaðið nú líka með myntubragði, appelsínubragði, karamellu og salti og 70% dökkt.

Auglýsingapláss

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið