Keppni
Summertime in London keppir til úrslita í dag…
…ásamt 9 öðrum frambærilegum kokteilum í kokteilakeppni Lyre‘s og Akkúrat á Bingó Drinkery.
Í dag, þriðjudaginn 25. júlí, fer fram kokteilakeppni Lyre‘s og Akkúrat á Bingó Drinkery. Keppnin hefst klukkan 16:00 og gestir eru hvattir til að mæta tímanlega.
Í ár voru sendar inn tæplega 20 metnaðarfullar uppskriftir frá flinkustu barþjónum landsins. Allir kokteilarnir voru algjörlega framúrskarandi og það er gaman að sjá hversu girnilega kokteila er hægt að töfra fram. 10 munu keppa til úrslita seinna í dag.
Með úrvalinu frá Lyre‘s er hægt að búa til yfir 95% af vinsælustu kokteilum í heimi. Lyre‘s býður upp á 14 mismunandi drykki sem hægt er að nota í kokteila þannig að samsetningarmöguleikarnir eru endalausir.
Vegleg verðlaun eru í boði fyrir fyrstu þrjú sætin.
Við hvetjum alla sem hafa áhuga á því að smakka góða kokteila og fylgjast með fagfólki töfra fram geggjaða kokteila, til að mæta á Bingo Drinkery við Skólavörðustíg 8 í dag klukkan 16:00.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn2 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn3 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt2 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn21 klukkustund síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays






