Starfsmannavelta
Álftanes Kaffi hættir starfsemi
Fjölskyldurekna kaffihúsið Álftanes Kaffi verður lokað fyrir fullt og allt 14. júní næstkomandi að því er fram kemur í tilkynningu á facebook síðu kaffihússins.
Álftanes Kaffi sem staðsett er á Breiðamýri í Garðabæ hefur lagt miklar áherslu á að nota gott hráefni, góðan og fallegan mat.
Boðið hefur verið upp á súrdeigsbrauð sem bökuð er á staðnum, pastarétti, salöt, pizzur, mikið af heimagerðu bakkelsi, kanelsnúða, sítrónuköku, hráköku, súkkulaðiköku, hjónabandssælu svo fátt eitt sé nefnt.
Eigendur eru hjónin Sigrún Jóhannsdóttir og Skúli Guðbjarnarson og hafa rekið kaffihúsið frá því í nóvember 2015 .
Myndir: facebook / Álftanes Kaffi
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni1 dagur síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 klukkustundir síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni2 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni3 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný
-
Keppni2 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu