Smári Valtýr Sæbjörnsson
Málþing KBFÍ 2014: Undirbúningur kominn á fullan skrið
Undirbúningur fyrir árlegt málþing Kaffibarþjónafélags Íslands er komið á skrið. Verður málþingið, sem ber undirtitilinn „Kaffi og aðrar lystisemdir“, haldið í Hörpu báða dagana sem Kaffihátíðin stendur yfir 21. og 22. febrúar nk. Viðburðurinn verður með öðru sniði en fyrri ár, en takmarkaður sætafjöldi verður í boði, að því er fram kemur á vef KBFÍ.
Þegar hafa nokkrir fyrirlesarar verið staðfestir: Ólafur Örn Ólafsson, vínspekúlant með meiru; Eirný Sigurðardóttir, Slow Food frömuður og eigandi sælkeraverslunarinnar Búrið og Omnom Chocolate-teymið verður með fræðslu um súkkulaðigerð. Einnig hafa kaffibarþjónarnir Pálmar Þór Hlöðversson og Tumi Ferrer, sem báðir hafa hlotið titilinn Íslandsmeistari kaffibarþjóna, verið staðfestir.
Málþingið verður hið þriðja á jafnmörgum árum sem KBFÍ stendur fyrir eða tekur þátt í. Fyrsta málþingið, „Hinir ólíku vegir til kaffibollans“ var haldið árið 2012 af Hrönn Snæbjörnsdóttur, þá meistaranema í hagnýtri menningarmiðlun við HÍ, en hún hefur einnig bakgrunn sem kaffibarþjónn og meðlimur í stjórn KBFÍ.
Upplýsingar um skráningu og miðaverð liggja fyrir á næstu dögum en nánari upplýsingar er hægt að lesa á vef KBFÍ hér.
Mynd: kaffibarthjonafelag.is
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt1 dagur síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt1 dagur síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti