Keppni
Gull til Íslands – Norræna nemakeppnin 2023
Norræna nemakeppnin fór fram síðastliðna tvo daga og var hún haldin í Osló í Hótel og matvælaskólanum þar í landi.
Í matreiðslu kepptu Hinrik Örn Halldórsson og Marteinn Rastrick og í framreiðslu voru það Benedikt Eysteinn Birnuson og Finnur Gauti Vilhelmsson sem kepptu fyrir Íslands hönd.
Þjálfarar voru Gabríel Kristinn Bjarnason í matreiðslu og Axel Árni Herbertsson í framreiðslu.
Úrslit:
Matreiðsla:
Gull – Ísland
Silfur – Svíþjóð
Brons – Danmörk
Framreiðsla:
Gull – Finnland
Silfur – Danmörk
Brons – Noregur
Keppnisfyrirkomulag:
Matreiðsla
Fyrri daginn buðu Hinrik og Marteinn upp á girnilegan matseðil sem samanstóð af grænmetisrétt úr sellerírót, tveimur smáréttum (Canapé) og kjúkling og matreiddu þjóðarrétt Norðmanna „får i kål.
Seinni daginn var „mystery basket“ eða óvissukarfa, en þá fá keppendur að vita um skylduhráefnið rétt fyrir keppni, þ.e. hráefnið sem þeir eiga að matreiða.
Framreiðsla
Keppnin í framreiðslu skiptist í: a) skriflegt próf, b) blöndun drykkja, c) kvöldverðaruppdekkning fyrir tvo gesti, d) para vínseðil við matseðil, e) eldsteiking og g) fjögur mismunandi sérvettubrot.
Mynd: nhoreiseliv.no
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni5 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024