Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Borgar 400 þúsund í námskeið til að eiga möguleika á starfi á olíuborpalli

Birting:

þann

Daníel Sigurgeirsson

Daníel Sigurgeirsson

Daníel Sigurgeirsson matreiðslumeistari sem starfar nú við að reka 350 manna kantínu fyrir Wilberg hjá Talismann og TK, tók nú á dögunum Öryggis-, og skyndihjálparnámskeið til þess að eiga möguleika að vinna á olíuborpalli í Norðursjó.

Margt var gert á námskeiðinu sem stóð yfir 3. til 7 júní og 10. til 14. júní frá klukkan 8:30 til 16:00 með, en Daníel þurfti að fara vel yfir öll öryggisatriði, lög og regluverk i Norskum olíuiðnaði.Verklegar æfingar voru meðal annars þannig að hoppað var í sjóinn og var tilgangurinn að læra á örygisgallann við slæmar aðstæður, synda að björgunarbát og koma sér um borð og eins fengu allir svört sólgleraugu sem ekki sést neitt í gegnum og þotuhreyfill settur í gang og úðað yfir nemendur til að skapa eins raunvörulegar aðstæður og hægt er, þar sem blásið var í flautu og átti hver og einn nemandi að synda blindandi í slæmum aðstæðum á hljóðið.

Til dæmis fór einn dagur í námskeiðinu í brunaæfingu þar sem kennt var að bregðast við sprengingu, eld á mismunandi efnum og að læra að slökkva og koma áhöfn í öruggt skjól, reykköfun og fyrsta hjálp, slys voru sviðsett og svo ein stór æfing í lokin þar sem unnið var með lögreglu og slökkvuliði og gæslunni við að bjarga fólki úr miklum eldi og gera það klárt þyrluflutninga á sjúkrahús. Allir útskrifuðust úr þessum kúrs frá SOTS kurssenter.

Ég tók þessi námskeið til að hengja við CV mitt svo að ég eigi möguleika á að sækja um starf sem matreiðslumaður á olíuborpalli í Norðursjó. Einungis þeir sem hafa lokið þessum grunnkúrsum verða teknir til greina af þeim umsækjendum sem leggja inn umsóknir sínar til þeirra fyrirtækja sem sjá um að þjónusta pallanna,

…sagði Daníel í samtali við freisting.is aðspurður um hvers vegna hann fór á námskeiðið.

Hvað kostar námskeiðið og hvað telur þú miklar líkur á að þú fáir starfið?

Námskeiðin kostuðu saman 19.000 norskar krónur eða um 400.000 íslenskar krónur. Það eru engar auglýsingar um lausar stöður eins og er en ég veit að þegar að fyrirtæki eins og Statoil auglýsir eftir matreiðslumönnum á palli eru yfirleitt nokkur þúsund umsækjendur sem leggja inn umsóknir, svo að þetta er mjög eftirsótt.

Ég tel góðar líkur á því að ég komist inn í þennan bransa og eru þar nokkur atriði sem skipta þar máli fyrst ber að nefna menntunina, en ég er matreiðslumeistari að mennt með CMC titil og hef verið viðriðin bransann í 27 ár ég hef grunnkúrsana og hef lokið Norskunámi hér í Stavanger ásamt því að starfa sem Executive chef á Radisson Blu Royal 4 stjörnu hóteli hér í Stavanger í tæp 2 ár og er núna að reka 350 manna kantínu fyrir Wilberg hjá Talismann og TK. Svo að námið og reynslan vegur þungt ásamt því að hafa kúrsana.

Hvað eru launin í olíubransanum?

Launin eru að sjálfsögðu trúnaðarmál en ég hef heyrt um að laun séu um kringum 55 til 70.000 norskar á mánuði fyrir skatt og svo borgar maður sjómanna skatt sem er lægri en sá sem er í landi. Þetta er þá um 1.150.000 til 1.500.000 íslenskar krónur á mánuði og þú vinnur bara 12 vikur á ári og ert í 40 vikur í fríi þ.e.a.s. þú vinnur í 2 vikur 12 tíma á dag og ert svo í fríi í 4 vikur og ferð svo aftur út í 2 vikur og 4 vikur frí.

Við undirbúningi á frétt þá fór Daníel í atvinnuviðtal hjá Norsk Offshore Catering og eftir kluttutíma viðtal gekk hann út með samning í höndunum:

Ég fékk djobbið og er nú starfandi hjá Norsk Offshore Catering frá og með 15. júlí,

…sagði Daníel að lokum.

Sjá fleiri fréttir um Daníel hér.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið