Markaðurinn
Fiskur í ofni með rjómasósu
Fyrir 4 – 6 manns.
Hér er á ferðinni dásamlegur fiskréttur sem er í senn einfaldur og bragðgóður. Hann sló í gegn hjá allri fjölskyldunni og er sannarlega lúxusútgáfa af hversdagsfiski. Á meðan fatið fer í ofninn er gott að sjóða grjón og leggja á borðið.
- Um 900 g þorskur
- 1 rauð paprika
- ½ blaðlaukur
- 1 x mexíkó kryddostur
- 500 ml rjómi frá Gott í matinn
- Rifinn pizzaostur frá Gott í matinn
- Salt og pipar
- Ólífuolía til steikingar
Aðferð:
- Hitið ofninn í 190°C.
- Skerið fiskinn niður og raðið í eldfast mót.
- Skerið papriku og blaðlauk niður, steikið upp úr ólífuolíu þar til mýkist, saltið og piprið eftir smekk.
- Hellið þá rjómanum yfir grænmetið og rífið mexíkóostinn, hrærið og hitið saman þar til osturinn er bráðinn.
- Hellið yfir fiskinn í fatinu og setjið vel af rifnum pizzaosti yfir allt saman.
- Eldið í 25 mínútur í ofninum.
- Gott er að bera réttinn fram með soðnum hrísgrjónum eða kartöflum.
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 klukkustundir síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar







