Markaðurinn
Jógúrtkaka með hvítu súkkulaði
Dásamlega létt og einföld kaka sem hentar vel sem eftirréttur eða bara þegar manni langar. Stærðin á kökunni er ótrúlega hentug en úr henni fást 6-8 sneiðar. Ekki of stór, ekki of lítil!
Botn
200 g graham kex
100 g smjör
1 dl ristaður kókos
Fylling
250 ml rjómi
350 g grísk jógúrt
2 msk flórsykur
100 g hvítt súkkulaði
Setjið kexið í matvinnsluvél, myljið og setjið í skál. Setjið kókosinn í matvinnsluvél ef þið eruð með flögur annars bætið þið beint saman við kexmulninginn. Bræðið smjörið og blandið vel saman við kexið og kókosinn.
Takið 18 cm form, gott að setja bökunarpappír eða plastfilmu í botninn og setjið blönduna í botninn og þrýstið vel niður og með fram hliðum. Kælið í ísskáp meðan fyllingin er gerð.
Þeytið rjómann í einni skál, blandið saman grískri jógúrt og flórsykri í annarri og bræðið hvítt súkkulaði inn í örbylgju í þeirri þriðju.
Blandið þá saman þeytta rjómanum saman við grísku jógúrtina með sleikju. Hrærið í súkkulaðinu og passið að það sé allt bráðið, þá er gott að taka smá skammt af grísku jógúrtinni og rjómanum og blanda saman við súkkulaðið og bætið saman við í smá skömmtum þar sem súkkulaðið er heitt og blandan er köld. Blandið síðan öllu saman og hrærið vel. Hellið þá fyllingunni yfir kexbotninn og kælið í 3-4 klst minnst.
Takið kökuna varlega úr forminu og dreifið hindberjum eða jarðaberjum yfir. Þá er bara að bera hana fram!
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni7 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana