Vertu memm

Uppskriftir

Steiktur lax með volgu spergilkál og eplasalati – Paleo

Birting:

þann

Lax

Með Paleo mataræði þá máttu borða allt magurt kjöt, ljóst eða rautt, allt sjávarfang og eins mikið og þú vilt af ávöxtum, berjum og grænmeti sem ekki inniheldur sterkju. Þú mátt ekki borða mjólkurvörur, morgunkorn, baunir, sterkju eða unnar matvörur. Heimild mataraedi.is

Innihald:

2 x 200 gr laxastykki
1 gott búnt klettasalat
150 gr græn afhýdd epli í litlum bitum
2 spergilkálshöfuð skorin í litla vendi eða bita
Safi úr einni sítrónu
Ólífuolía
Salt og pipar

Aðferð:

Laxinn er steiktur á pönnu á hefbundin hátt. Færður upp á disk og haldið heitum. Pannan er hituð vel með olíunni og spergilkálið er steikt þar til það tekur lit.

Eplunum er bætt á og pannan tekin af hitanum. Kryddað til með salti og pipar.

Að síðustu er safanum hellt yfir og klettasalatið sett saman við. Framreitt með laxinum. Hafið vel af olíunni því að hún er í raun sósan með þessum rétti.

Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari

Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari

Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.

Mynd: úr safni

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið