Markaðurinn
Giljagaur og Stekkjarstaur með ólæti í Bako Ísberg
Það styttist í jól og jólasveinarnir farnir að týnast til byggða. Stekkjarstaur kom fyrstur, svo Giljagaur og í nótt kemur Stúfur og svo koll af kolli.
Jólasveinarnir eru fyrir löngu byrjaðir að kaupa gjafirnar og hafa þeir ár eftir ár verið fastakúnnar í Bako Ísberg.
Samskiptin við þá hafa verið afar ánægjuleg samkvæmt Villa í Bako Ísberg nema hvað að það kom upp ákveðinn misskilningur á mánudaginn var, en þá mættu bræðurnir Giljagaur og Stekkjarstaur saman í verslunina.
Eins og margir vita þá er Bako Ísberg einn stærsti söluaðili vínkæla á Íslandi í dag bæði í veitingageiranum og fyrir heimilismarkað en þá eru merkin La Sommeliére og Climadiff stærst.
Sá misskilningur kom upp hjá fyrrnefndum bræðrum að vínkælir væri mun minni í sniðum en raun ber vitni, en vínkælar hafa verið á óskalista margra undanfarin ár og því eru jólasveinarnir að reyna að uppfylla óskir ótal aðila þessi jólin. Bræðurnir báðu Villa að sýna sér þessa umtöluðu vínkæla og urðu önugir og pirraðir þegar þeir sáu að þessir vínkælar passa alls ekki í skóinn, ekki einu sinni skóinn hennar Grýlu.
Þetta endaði allt vel að lokum enda mikið til af allskonar smærri vörum hjá Bako Ísberg sem smellpassa í skóinn.
Vínkæla ætla þeir hins vegar að gefa sem jólagjafir þetta árið og hafa valið vínkæli sem jólagjöf ársins enda er mun auðveldara að skella þeim við hliðina á trénu en að troða þeim í skóinn.

-
Markaðurinn1 dagur síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni16 klukkustundir síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt1 dagur síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards