Frétt
41 handteknir fyrir að selja ólöglegt hrossakjöt – Vídeó: Ekki fyrir viðkvæma
Nú í vikunni voru 41 handteknir fyrir að selja ólöglegt hrossakjöt. Aðgerðin var unnin af Evrópulögreglunni Europol í samstarfi við spænsku lögregluna, en aðgerðin beindist að ólöglegri sölu á hrossakjöti sem var óhæft til neyslu. Glæpagengið sem stóð að þessari ólöglegri sölu er tengt fjölda glæpa, þar á meðal matarsvik, peningaþvætti og skjalasvik. Um er að ræða órekjanlegt kjöt sem var selt á Spánarmarkaði, en einnig í Belgíu, Þýskalandi og Ítalíu.
Í aðgerðinni var m.a. lagt hald á hálft tonn af hrossakjöti sem var óhæft til neyslu. Hinir grunuðu keyptu hesta víðs vegar að frá Spáni og greiddu ca. 100 evrur fyrir hvert dýr eða um 15 þúsund ísl. kr. Allir hestar sem bjargað var í aðgerðinni eða um 80 talsins, voru mjög vannærðir.
Vídeó: Ekki fyrir viðkvæma
Hér fyrir neðan má sjá myndband af aðgerðunum en varað er við innihaldi þess og er það ekki fyrir viðkvæma.
Myndir: Evrópulögreglan Europol
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni5 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur