Frétt
41 handteknir fyrir að selja ólöglegt hrossakjöt – Vídeó: Ekki fyrir viðkvæma
Nú í vikunni voru 41 handteknir fyrir að selja ólöglegt hrossakjöt. Aðgerðin var unnin af Evrópulögreglunni Europol í samstarfi við spænsku lögregluna, en aðgerðin beindist að ólöglegri sölu á hrossakjöti sem var óhæft til neyslu. Glæpagengið sem stóð að þessari ólöglegri sölu er tengt fjölda glæpa, þar á meðal matarsvik, peningaþvætti og skjalasvik. Um er að ræða órekjanlegt kjöt sem var selt á Spánarmarkaði, en einnig í Belgíu, Þýskalandi og Ítalíu.
Í aðgerðinni var m.a. lagt hald á hálft tonn af hrossakjöti sem var óhæft til neyslu. Hinir grunuðu keyptu hesta víðs vegar að frá Spáni og greiddu ca. 100 evrur fyrir hvert dýr eða um 15 þúsund ísl. kr. Allir hestar sem bjargað var í aðgerðinni eða um 80 talsins, voru mjög vannærðir.
Vídeó: Ekki fyrir viðkvæma
Hér fyrir neðan má sjá myndband af aðgerðunum en varað er við innihaldi þess og er það ekki fyrir viðkvæma.
Myndir: Evrópulögreglan Europol
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið1 dagur síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt3 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn2 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays







