Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hygge á Hellishólum býður upp á spennandi ferðalag fyrir bragðlaukana – Jorge Munoz: „Við tökum áhættu….“ – Vídeó
Veitingastaðurinn Hygge á Hellishólum býður upp á spennandi ferðalag fyrir bragðlaukana. Það er Jorge Munoz sem stjórnar eldhúsinu og hann er svo sannarlega óhræddur við að taka þar áhættu.
„Við tökum áhættu, við erum með rétti sem finnast ekki á mörgum stöðum á Íslandi. Við erum með hvals tataki og hrossafillé, kjúklinga tandoori með skyr raita.
Við erum alltaf að breyta einhverju og taka áhættur. Og fólk hefur verið ánægt með það og það er ástæða þess að við höldum áfram,“
segir Jorge Andreas Munzos sem er kokkur og meðeigandi á Hygge. Þátturinn Að sunnan á N4 heimsótti nýlega veitingastaðinn og ræddi þar einnig við Víðir Jónsson, framkvæmdastjóra og eiganda Hellishóla sem sagði frá því hvað er í boði á Hellishólum en þar eru m.a. tvö hótel, laxveiðiá, tjaldsvæði og golfvöllur.
Þakklátur fyrir bændurnar
„Á sumrin erum við með tónlist, það er góð stemming og allt landslagið, við erum í húsinu úr Njálssögu. Þetta er mjög skemmtileg hugmynd. Það er alveg þess virði að koma hingað, ekki bara til þess að borða. Þú getur líka farið í göngutúr, þú getur farið í útilegu eða dvalið á hótelinu.
Við fáum mjög ólíka viðskiptavini hingað á Hygge, sumt frægt fólk frá Ameríku og héðan, en fyrir okkur er það mikill heiður þegar bændurnir koma. Bændurnir sem hafa ræktað landið því þeir vita hversu mikil vinna er á bak við lambakótilettur, hesta og sveppi.
Svo fyrir okkur eru þeir mjög mikilvægir og við erum þeim mjög þakklát fyrir vinnuna sem þeir gera,“
segir Jorge.
Viðtalið við Jorge má sjá í heild sinni hér fyrir neðan en þar er líka talað við maka hans Írenu Sif Kjartansdóttur og Víði Jónsson.
Mynd: skjáskot úr myndbandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt6 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun4 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir1 dagur síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024