Starfsmannavelta
Nýir eigendur hafa tekið við rekstri Mathúss Garðabæjar
Nýir eigendur hafa tekið við rekstri Mathúss Garðabæjar. Um er að ræða hóp vina og kunningja sem inniheldur núverandi og fyrrverandi Garðbæinga, fólk með reynslu úr veitinga- og gististaðageiranum og aðra aðila um framúrskarani veitingarekstur í Garðabæ, að því er fram kemur í Garðapóstinum.
Um daglegan rekstur sér Jóhanna Helgadóttir um, en hún hefur yfir 20 ára reynslu af hliðstæðri starfsemi. Markmið nýs eigandahóps er að gera gott betyra, að byrja á að gera Mathúsið aftur að þeim stað sem það var fyrir Covid-þrengingarnar, undir farsælli stjórn fyrrverandi rekstraraðila, og setja hægt en örugglega marg sitt á starfsemina með fínstillingum sem bæta upplifun lysthafenda af heimsóknum sínum á Mathúsið.
Mathús Garðabæjar mun halda áfram að bjóða upp á sinni sívinsæla dögurð um helgar og steikarhlaðborð á sunnudögum ásamt því að vera með jólahlaðborð sem engan mun svíkja.
Bókanir í jólahlaðborðið eru þegar teknar að hrannast inn og eru áhugasamir hvattir til að bóka fyrr en síðar.
Tekið er við borðapöntun í síma og á heimasíðu staðarins.
Mynd: facebook / Mathús Garðabæjar

-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Keppni5 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði