Vertu memm

Starfsmannavelta

Nýir eigendur hafa tekið við rekstri Mathúss Garðabæjar

Birting:

þann

Mathús Garðabæjar býður til að mynda upp á brunch hlaðborð með öllu allar helgar.

Mathús Garðabæjar býður til að mynda upp á brunch hlaðborð með öllu allar helgar.

Nýir eigendur hafa tekið við rekstri Mathúss Garðabæjar. Um er að ræða hóp vina og kunningja sem inniheldur núverandi og fyrrverandi Garðbæinga, fólk með reynslu úr veitinga- og gististaðageiranum og aðra aðila um framúrskarani veitingarekstur í Garðabæ, að því er fram kemur í Garðapóstinum.

Um daglegan rekstur sér Jóhanna Helgadóttir um, en hún hefur yfir 20 ára reynslu af hliðstæðri starfsemi. Markmið nýs eigandahóps er að gera gott betyra, að byrja á að gera Mathúsið aftur að þeim stað sem það var fyrir Covid-þrengingarnar, undir farsælli stjórn fyrrverandi rekstraraðila, og setja hægt en örugglega marg sitt á starfsemina með fínstillingum sem bæta upplifun lysthafenda af heimsóknum sínum á Mathúsið.

Veisluþjónusta - Banner

Mathús Garðabæjar mun halda áfram að bjóða upp á sinni sívinsæla dögurð um helgar og steikarhlaðborð á sunnudögum ásamt því að vera með jólahlaðborð sem engan mun svíkja.

Bókanir í jólahlaðborðið eru þegar teknar að hrannast inn og eru áhugasamir hvattir til að bóka fyrr en síðar.

Tekið er við borðapöntun í síma og á heimasíðu staðarins.

Mynd: facebook / Mathús Garðabæjar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið