Vertu memm

Keppni

Úrslit í Íslandsmóti matreiðslu- og framreiðslunema – Myndir

Birting:

þann

Íslandsmót matreiðslu- og framreiðslunema

F.v. Hinrik Örn Halldórsson, Marteinn Rastrick, Benedikt E. Birnuson og Ósk Dís Kristjánsdóttir

Íslandsmót matreiðslu- og framreiðslunema fór fram í gær, þriðjudaginn 1. nóvember, í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi. Keppnin var jafnframt forkeppni fyrir Norrænu nemakeppnina sem verður haldin í Osló dagana 21. og 22. apríl 2023.

Þátttakendur voru fimmtán, í matreiðslu kepptu sjö og átta í framreiðslu. Keppnin hófst kl. 14 og í matreiðslu var fyrsta réttinum skilað rétt fyrir 16 og fyrstu eftiréttinum um 16.15.

Íslandsmót matreiðslu- og framreiðslunema

Keppni í matreiðslu skiptist í tvo hluta, skriflegt próf og verklegan hluta þar sem nemarnir matreiddu tvo rétti: Forrétt sem innihélt rauðsprettu og aspas. Seinna verkefni nemanna var eftirréttur sem innihélt súkkulaði, piparkökur, appelsínur og bakstur að eigin vali.

Dómarar í matreiðslu voru Hinrik Carl Ellertsson, Jón Guðni Þórarinsson og Ívar Örn Hansen.

Íslandsmót matreiðslu- og framreiðslunema

Keppnin í framreiðslu skiptist í: a) skriflegt próf, b) blöndun drykkja, c) kvöldverðaruppdekkning fyrir tvo gesti, d) para vínseðil við matseðil, e) eldsteiking og g) fjögur mismunandi sérvettubrot.

Yfirdómari í keppni framreiðslunema var Ana Marta Montes Lage.

Sigurvegarar í keppni framreiðslunema voru:

Benedikt E. Birnuson

Ósk Dís Kristjánsdóttir

Sigurvegarar í keppni matreiðslunema voru:

Hinrik Örn Halldórsson

Marteinn Rastrick

Myndir: Sigurður Fjalar Jónsson og Sæbjörg Rut Guðmundsdóttir

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið