Keppni
Úrslit í Íslandsmóti matreiðslu- og framreiðslunema – Myndir
Íslandsmót matreiðslu- og framreiðslunema fór fram í gær, þriðjudaginn 1. nóvember, í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi. Keppnin var jafnframt forkeppni fyrir Norrænu nemakeppnina sem verður haldin í Osló dagana 21. og 22. apríl 2023.
Þátttakendur voru fimmtán, í matreiðslu kepptu sjö og átta í framreiðslu. Keppnin hófst kl. 14 og í matreiðslu var fyrsta réttinum skilað rétt fyrir 16 og fyrstu eftiréttinum um 16.15.
Keppni í matreiðslu skiptist í tvo hluta, skriflegt próf og verklegan hluta þar sem nemarnir matreiddu tvo rétti: Forrétt sem innihélt rauðsprettu og aspas. Seinna verkefni nemanna var eftirréttur sem innihélt súkkulaði, piparkökur, appelsínur og bakstur að eigin vali.
Dómarar í matreiðslu voru Hinrik Carl Ellertsson, Jón Guðni Þórarinsson og Ívar Örn Hansen.
Keppnin í framreiðslu skiptist í: a) skriflegt próf, b) blöndun drykkja, c) kvöldverðaruppdekkning fyrir tvo gesti, d) para vínseðil við matseðil, e) eldsteiking og g) fjögur mismunandi sérvettubrot.
Yfirdómari í keppni framreiðslunema var Ana Marta Montes Lage.
Sigurvegarar í keppni framreiðslunema voru:
Benedikt E. Birnuson
Ósk Dís Kristjánsdóttir
Sigurvegarar í keppni matreiðslunema voru:
Hinrik Örn Halldórsson
Marteinn Rastrick
Myndir: Sigurður Fjalar Jónsson og Sæbjörg Rut Guðmundsdóttir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Suðurlandsbraut 4a, fullbúinn veitingastaður til leigu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Snjórinn fellur hjá Bako Verslunartækni á Stóreldhúsinu – Myndir
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar hefur lokið keppni á HM – Keppti með drykkinn Exótísk jól á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Myndir frá Stóreldhússýningunni 2024
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Okkar þjónusta, þín uppskera – myndir frá Ekrunni á Stóreldhúsasýningunni
-
Keppni1 dagur síðan
Ísland í 5. sæti á HM
-
Keppni4 dagar síðan
Verðlaunavín Gyllta Glasins 2024 seinni hluti
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar komst áfram í 15 manna úrslit á Heimsmeistaramóti Barþjóna