Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Síðasta kaffismökkun ársins

Birting:

þann

Finnbogi Fannar keppir hér í Íslandmeistaramóti kaffibarþjóna 2012. Finnbogi keppti með Keníu kaffi og frjálsi drykkurinn hans samanstóð af kaffi, uppáhelltu í gegnum V60 trekt, með espressoskoti út í.

Finnbogi Fannar keppir hér í Íslandmeistaramóti kaffibarþjóna 2012.
Finnbogi keppti með Keníu kaffi og frjálsi drykkurinn hans samanstóð af kaffi, uppáhelltu í gegnum V60 trekt, með espressoskoti út í.

Íslandsmeistari kaffibarþjóna frá árinu 2012, Finnbogi Fannar Kjeld, kemur færandi hendi frá Kaupmannahöfn þar sem hann starfar hjá kaffifyrirtækinu The Coffee Collective.  Í fórum sínum er hann með kaffi þaðan, sem og frá Great Coffee í Árhúsum og Koppi í Helsingborg í Svíþjóð.

Í samstarfi við viðburðanefnd Kaffibarþjónafélagsins verður því blásið til hátíðlega kaffismökkun og er öllum velkomið að koma, áhugafólk sem og fagfólk.

Smökkunin verður á Reykjavík Roasters (hét áður Kaffismiðja Íslands) á Kárastíg 1 og byrjar kl. 13:00 þann 29.desember, að því er fram kemur á heimasíðu Kaffibarþjónafélagsins.
Mynd frá Facebook síðu Kaffibarþjónafélagi Íslands.

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið