Pistlar
Árni: „Við þurfum að vera dugleg að tala jákvætt um starfið okkar“ – Kokkafréttir
Nú er komið sumar og margir félagar komnir í sumarfrí eða hafa ekki undan að elda í túristana og gestina sem heimsækja fjölmarga góða veitingastaði á Íslandi sem virðast spretta upp á hverju horni.
Ljóst er að okkur vantar fleiri matreiðslumenn til starfa og auka þarf aðgengi að námi og námsstöðum.
Ljóst er líka að þetta er vandamál um allan heim og lítur svo út að fjölmargir hafi yfirgefið fagið og fundið sér eitthvað annað að gera á þeim tímum sem COVID gekk yfir.
Við þurfum að vera dugleg að tala jákvætt um starfið okkar og jafnvel þarf að huga að breyttum vinnutíma þar sem langar vaktir og vinna um helgar virðist ekki vera normið hjá ungu fólki í dag sem hefur allt annað hugarfar en við þeir sem eldri eru, aldir upp á því að vinna og vinna og að vinnan sé það sem öllu máli skipti. Svo nú er kannski kominn tími á breytingar.
Yfir sumarið leggst félagsstarfið okkar í smá dvala og það mun hefjast aftur með miklum hvelli í september. Stjórn KM heldur þó ótrauð áfram og skipuleggja starfið, semja við styrktaraðila og vinna að málum KM og Kokkalandsliðsins.
Nánari dagskrá haustsins verður birt í næsta tölublaði Kokkafrétta sem kemur út í byrjun september.
Sumarkveðjur
Árni Þór Arnórsson
Varaforseti Klúbbs Matreiðslumeistara

-
Markaðurinn4 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna3 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag