Markaðurinn
ÁTVR tekur áfengislausar vörur úr sölu
„Við sóttum um að fá að selja vörurnar okkar hjá ÁTVR, en þau ákváðu að ekki bara sleppa því að selja okkar vörur heldur að alfarið hætta að bjóða upp á áfengislausa kosti,“
segir Andri Árnason einn eigenda Akkúrat, dótturfélags Tefélagsins í samtali við Viðskiptablaðið, en framkvæmdastjóri Akkúrat er Sólrún María Reginsdóttir.
„Þau rökstuddu ákvörðunina þannig að áfengislausar vörur hefðu ekki selst vel. Mér finnst það skondin skýring þar sem fram að þessu hafði úrvalið verið lélegt og eftirspurnin aukist gífurlega á síðustu árum samhliða gæðum drykkjanna.“
Akkúrat flytur inn og selur áfengislausa drykki. Félagið óskaði eftir því að selja vörur sínar hjá ÁTVR en var hafnað og tók stofnunin áfengislausa kosti úr sölu í kjölfarið.
Andri bendir á að í einokunarverslunum í Svíþjóð og Noregi hafi verið ákveðið að bjóða upp á valkosti með lægra eða engu víninnihaldi. Sú ákvörðun hafi leitt til 21% söluaukningar á áfengislausum vörum í Noregi á milli ára.
„Þegar verið er að halda árshátíðir, jólahlaðborð og veislur, þá er yfirleitt allt áfengið keypt hjá Vínbúðinni. Niðurstaðan verður oft sú að fólk sem drekkur fær frábært úrval en fólkið sem drekkur ekki þarf að fá sér dísæta gosdrykki eða sódavatn.“
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu hér.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt2 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi