Viðtöl, örfréttir & frumraun
Athyglisverð verðskrá fyrir veitingamenn – Gisting er ódýrari en mjólk
Þessi verðskrá hér að ofan vekur upp svo margar spurningar, t.d um gestrisni, ferðalög og afkomu. Einnig með tilliti að gisting er ódýrari en mjólk og jafndýr molakaffisopa, segir Elva Björg Einarsdóttir og birtir meðfylgjandi mynd á facebook en þessi mynd hangir upp á vegg í Skíðaskálanum í Hveradölum.
„Minnist þess að hafa lesið um að gestaánauð á Hellu (u.þ.b þar sem Flókalundur er nú) hafi sligað búskap þar, reyndar auk annars. Einnig hefur mér verið sagt að það hafi ekki verið vel séð þegar afi á Brjánslæk fór að taka eitthvað fyrir greiðann við ferðamenn, en töluvert var um gestakomur þar vegna staðsetningar bæjarins líkt og Hellu. Það virðist sannarlega ekki hafa verið almennur skilningur að gestagangur gæti verið íþyngjandi.
Þetta vekur upp svo margar spurningar, t.d um gestrisni, ferðalög og afkomu. Einnig m.t.t þessarar verðskrár hér að neðan þar sem gisting er ódýrari en mjólk og jafndýr molakaffisopa. Líka hvernig við komumst hingað sem við erum i dag. Það er gaman að rekast á eitthvað svona sem vekur upp svona margar spurningar“
Segir Elva Björg.
Uppfært 5. maí 2022:
Við fengum ábendingu frá lesanda veitingageirans, en þessi verðskrá var birt með grein í Tímanum árið 1977, sem lesa má hér að neðan:
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum – Uppfært
-
Markaðurinn4 dagar síðanÁsbjörn Ólafs flytur í glæsilegt húsnæði og blæs til umfangsmikillar lagersölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNý matreiðslustefna á Sheraton – Mr. Bronck opnar í mars
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Uppskriftir5 dagar síðanÓmissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanDiageo losar um eignir – Kína ekki lengur forgangsmarkaður
-
Frétt16 klukkustundir síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanStóra veislusýningin í Múlabergi








