Viðtöl, örfréttir & frumraun
Fyrsti rampurinn í átakinu Römpum upp Ísland tekinn í notkun hjá Matkránni
Ramparnir eru ætlaðir til að veita hreyfihömluðum aukið aðgengi að verslun og þjónustu en stofnaður var sjóður með aðkomu fyrirtækja og aðila sem munu standa straum af kostnaði fyrir þá verslunar- og veitingahúsaeigendur sem taka þátt í verkefninu. Það var Hvergerðingurinn Kristján Birgisson sem vígði rampinn.
„Þetta er auðvitað aðdáunarvert í alla staði. Við sáum það að mikill áhugi var fyrir römpunum í Reykjavík og því ekki óeðlilegt að það smiti út frá sér til annarra sveitarfélaga. Ég á ekki von á öðru en að vel verði tekið í verkefnið um allt land og ég hlakka til þess að veita því brautargengi í framtíðinni,“
sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra.
„Það er mér, fyrir hönd Hvergerðinga, mikið gleðiefni að fyrsti rampurinn í átakinu Römpum upp Ísland skuli vera settur upp hér í Hveragerði. Hér er um einstakt átak að ræða sem sýnir djúpan skilning á þeim aðstæðum sem hreyfihamlaðir búa við.
Það er afar mikilvægt að við í sameiningu reynum að útrýma öllum þeim hindrunum sem komið geta í veg fyrir að þeir sem bundnir eru við hjólastól geti notið aðgangs að sömu stöðum og þeir sem búa ekki við skerta getu hvað þetta varðar,“
sagði Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.
Í fyrra voru settir upp 100 rampar í miðborg Reykjavíkur í gegnum verkefnið Römpum upp Reykjavík. Gekk verkefnið vonum framar en smíði á römpunum lauk þremur mánuðum á undan áætlun og undir kostnaðaráætlun.
Römpum upp Ísland er verkefni sem miðaði að því að setja upp 1.000 rampa á næstu 4 árum. Stofnaður var sjóður með aðkomu fjölmargra fyrirtækja og aðila sem munu standa straum af kostnaði fyrir þá verslunar- og veitingahúsaeigendur sem taka þátt í verkefninu. Með römpunum er öllum gert kleift að sækja veitingastaði og verslanir þátttakenda á landinu öllu. Unnið verður í góðu samstarfi við eigendur viðkomandi bygginga og skipulagsyfirvalda. Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, er hvatamaður verkefnisins.
Mynd: stjornarradid.is
-
Vín, drykkir og keppni15 klukkustundir síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt3 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro