Markaðurinn
Vegware, einnota umbúðir
Tandur býður upp á mikið úrval af einnota umbúðum frá Vegware. Allar vörur Vegware eru vottaðar jarðgeranlegar. Þær mega því fara beint í lífrænt þar sem þær verða að moltu og jarðgerast við fullkomnar aðstæður á 8-12 vikum.
Vegware hefur verið leiðandi í framleiðslu og sölu á umhverfisvænum, jarðgeranlegum umbúðum allt frá því að fyrirtækið var stofnað árið 2006.
Þann 3. júlí tóku í gildi lagaákvæði sem hafa það að markmiði að takmarka sölu og afhendingu á einnota plastvörum. Lagaákvæðin kveða á um bann við afhendingu og merkingarskyldu. Samkvæmt lagaákvæði er nú bannað að afhenda og setja á markað allar einnota umbúðir sem framleiddar eru úr frauðplasti, einnota hnífapör úr plasti og PLA, einnota diska með plastfilmu, rör úr plasti og PLA, kaffihrærur úr plasti og PLA. Auk þess ber nú að merkja alla kaffibolla og glös sem eru framleidd úr plasti að hluta eða öllu leiti.
Vegware hefur brugðist við þessu og verða allir bollar og glös merktir á íslensku líkt og reglugerð gerir ráð fyrir. Einnota hnífapörum og kaffihrærum úr PLA hefur verið skipt út fyrir samskonar vöru úr við og rörin eru nú úr pappa.
Við hvetjum ykkur til að kíkja á úrvalið í vefverslun, vera töff og velja rétt fyrir umhverfið.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla