Vertu memm

Markaðurinn

Vegware, einnota umbúðir

Birting:

þann

Matarbox - Einnota umbúðir

Tandur býður upp á mikið úrval af einnota umbúðum frá Vegware. Allar vörur Vegware eru vottaðar jarðgeranlegar. Þær mega því fara beint í lífrænt þar sem þær verða að moltu og jarðgerast við fullkomnar aðstæður á 8-12 vikum.

Vegware hefur verið leiðandi í framleiðslu og sölu á umhverfisvænum, jarðgeranlegum umbúðum allt frá því að fyrirtækið var stofnað árið 2006.

Þann 3. júlí tóku í gildi lagaákvæði sem hafa það að markmiði að takmarka sölu og afhendingu á einnota plastvörum. Lagaákvæðin kveða á um bann við afhendingu og merkingarskyldu. Samkvæmt lagaákvæði er nú bannað að afhenda og setja á markað allar einnota umbúðir sem framleiddar eru úr frauðplasti, einnota hnífapör úr plasti og PLA, einnota diska með plastfilmu, rör úr plasti og PLA, kaffihrærur úr plasti og PLA. Auk þess ber nú að merkja alla kaffibolla og glös sem eru framleidd úr plasti að hluta eða öllu leiti.

Vegware hefur brugðist við þessu og verða allir bollar og glös merktir á íslensku líkt og reglugerð gerir ráð fyrir. Einnota hnífapörum og kaffihrærum úr PLA hefur verið skipt út fyrir samskonar vöru úr við og rörin eru nú úr pappa.

Við hvetjum ykkur til að kíkja á úrvalið í vefverslun, vera töff og velja rétt fyrir umhverfið.

Kaffibollar - Einnota umbúðir

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið