Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Úrslit – Vínþjónn Norðurlanda 2021 – Myndir og Vídeó

Birting:

þann

Besti Vínþjónn Norðurlanda 2021

Verðlaunahafar.
F.v. Emma Ziemann, Ellen Franzén og Sander Johnsson

Besti Vínþjónn Norðurlanda 2021 fór fram á Grand Hóteli um helgina og 3ja manna úrslit fór fram live í Gamla Bíó sunnudaginn 26.sept sl ( sjá streymi hér ). Eins og venjan er koma tveir keppendur frá hverju Norðurlandi.

Besti Vínþjónn Norðurlanda 2021

Auðvitað eru keppendur prófaðir í skriflegu og verklegum verkefnum og settir undir erfiðar aðstæður sem geta komið fyrir á veitingastöðum m.a, sjá hér hvað þau þurftu að glíma við. Dagur eitt og fyrri partur að degi tvö var fyrir luktum dyrum.

Fyrsti dagur; allir 10 keppendur

  1. Skriflegt blindsmakk á tveim léttvínum og staðfesting á 3 sterkvínum.

Vín;

Château Saint-Cernin N°1 Saint-Cernin Blanc 2018, Limoux-Frakkland

Domaine Maire & Fils Arbois En Geillon Poulsard 2020, Jura-Frakkland

Sterkt;

Boulard Calvados Pay´s d´Auge

Torres 10y Brandy

Hennessy VSOP Cognac

  1. Skriflegt próf í 60 mínútur, 60 spurningar.
  2. Freyðivíns servering fyrir 2 gesti
  3. Graham´s Portvíns masterglass þar sem Euan Mackay fór yfir ýmislegt sem tengist skriflega prófinu daginn eftir sem keppendur vissu ekki af.

Besti Vínþjónn Norðurlanda 2021

Annar dagur; 6 hæstu úr degi eitt komust áfram í frekari prófraunir.

  1. Annað skriflegt próf um Portvín
  2. Leiðrétting á klassískum kokteilum.
  3. Hvítvíns servering á 2 mínútum.

Besti Vínþjónn Norðurlanda 2021

Annar dagur; 3 í úrslit fyrir framan áhorfendur og lifandi streymi sem fór um allan heim, verkefnin voru fyrir keppendur til töfra fram sinn karisma, þekkingu, náð og nördaskap í eftirfarandi;

  1. Umhelling á 5 mínútum fyrir 4 gesti þar sem kynnt var að gestir vildu Masi Campofiorin rauðvín fyrir var til líka í La Sommelier vínskápnum aðrar týpur af Masi Campofiorin, Brolo og Nectar ( minus stig ef þau serverað þær)
  2. Blindsmakk með fullri lýsingu á tveim léttvínum; vínin voru;

Hubert Sandhofer Eisner Chardonnay 2018 frá Austurríki

Hauksson Garanoir Dornfelder Döttingen 2018 Sviss.

  1. Staðfesting á fimm styrktum/sterkum drykkjum, nefna grunn hráefni, týpa, land og vörumerki, hér voru 5 vermouth, bísna erfitt. Vermouth-ar voru, Dolin Dry, Dolin Rouge, Belsazar Dry, Belsazar Red, Antica Formula
  2. Leiðrétting á vínlista, sem gátu verið ýmsar villur t.d; ekki rétt Hérað, land, stafsetningarvillur, vín ekki komið á markað ofl.
  3. Vín og matar pörun; hér fengu keppendur lista af 5 vínum sem gestirnir höfðu pantað og þau áttu að segja frá og mæla með maðseðli og röðun á vínum, glasaval, hitastig ofl og til að toppa þetta var einn gestur með náttskuggaofnæmi og var hún látin þjást af því miður.

Besti Vínþjónn Norðurlanda 2021

 Vínseðil fyrir matar og vín pörun.

Chambers Rosewood Vineyards Rare Muscat, Rutherglen

Domaine René Engel, Grands-Echezeaux 2004

Clos du Temple 2020

Graham’s 1969 Single Harvest

Domaine Trimbach, Clos Sainte Hune Riesling Alsace 2011

  1. Sameignlegt verkefni fyrir þessa 3 keppandur á sviði var svokallað “Ice Breaker Games” þar fengu keppendur að skrifa niður á tússtöflu myndir og texta af þekktum vínpersónum, vínhúsum, frægar víntilvitnanir og eitt sem aldrei hefur verið gert í vínþjónakeppni áður, lesið var upp lagatexti þar sem eitthvað um vín kom við sögu og áttu keppendur að nefna hljómsveitina, listamanninn eða jafnvel nafnið á laginu; Alba allgjörlega masteraði þessa síðustu línu, hver song þetta ?

Yo, ayo tonight is the night that I’ma get twisted
Myx Moscato and vodka, I’ma mix it
Roll that spaceship, we about to get lifted,
live in the present,
that gift is for the gifted

Besti Vínþjónn Norðurlanda 2021

Euan Mackay frá Graham´s Port

Endað var á Graham´s Malvedos Vintage 2010 Portvíns umhellingu þar sem keppendur áttu eftir svo að hella í 12 glös jafn og ekki mátti fara til baka og fylla meira í glösin og tæma átti karöfluna fyrst og fremst á tíma.

Besti Vínþjónn Norðurlanda 2021

Ellen Franzén, besti Vínþjónn Norðurlanda 2021

Það var svo Ellen Franzén frá Svíþjóð sem stóð uppi sem sigurvegar, landi hennar Emma Ziemann í öðru sæti og Sander Johnsson frá Noregi í þriðja sæti. Sigurvegarinn fékk í verðlaun ferð til Douro/Porto á sem Symington fjölskyldan kostaði til ( þau eiga Graham´s Portvínshúsið m.a ) ásamt masterkit frá Nez du Vin og allir keppendur fengur 4.5 Lítra flösku af Graham´s 20ára Tawny Portvíni.

Besti Vínþjónn Norðurlanda 2021

Íslensku keppendurnir Manuel og Anna

Vínþjónasamtök Íslands óska Ellen innilega til hamingju með frábæran sigur og hinum keppendum fyrir frábæra framistöðu í þessari ansi erfiðu keppni.

Þessi viðburður getur ekki orðið eins og hann varð án sérstaks stuðnings margra aðila, þá sérstaklega, Graham´s Port, Globus, Wessmann Wines, Henri Maire, Hubert Sandhofer, Grand Hótel, Ölgerðin, Bako, Progastro og þeirra vínbirgja sem gáfu sér tíma að mæta og kynna  vörur sínar á sunnudeginum; Alvin, Bako, Viniros, Mekka, Globus, Drykkur, Ilmur vínsins og Ölgerðin.

Besti Vínþjónn Norðurlanda 2021

Takk takk takk öll.

Keppendur voru;

Danmörk

Ketil Sauer

Jonathan Gouveia

Svíðþjóð

Emma Ziemann

Ellen Franzén

Finland

Antero Niemiaho

Kirsi Seppänen

Noregur

Henrik Dahl Jahnsen

Sander Johnsson

Ísland

Manuel Schembri

Anna Rodyukova

Myndir

Vídeó

Myndir; Toggi

Tolli er framreiðslumaður að mennt og Certified Sommelier frá Court of Master Sommelier, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára. Tolli hefur verið í stjórn Vínþjónasamtaka frá árinu 2001 og sá eini sem hefur gegnt öllum störfum samtakanna, nú sem ritari og gjaldkeri. Tolli starfaði lengst af í Perlunni og var stofneigandi af Sommelier Brasserie við hverfisgötu forðum daga, í dag starfar hann hjá víninnflytjanda Globus. Hægt er að hafa samband við Tolla á netfangið [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið