Markaðurinn
Breytingar hjá Ásbirni Ólafssyni ehf.
Eins og við höfum upplýst út á markaðinn fyrr í sumar þá hafa tekist samningar milli okkar hjá Ásbirni Ólafssyni ehf og Danól ehf. um að Danól taki yfir frá 1. september næstkomandi annars vegar söludeild okkar í neytendavörum, þ.e. matvörur, sælgæti sem og bílhreinsivörum og svo hins vegar í stóreldhúsadeild matvara. Í þessu felst að frá 1. september mun sala á öllum okkar vörum sem heyra undir þessar söludeildir færast yfir til Danól og verða þar aðgengilegar bæði hjá sölufulltrúum og eins í vefverslun Danól.
Er það einlæg von okkar hjá Ásbirni að þeir viðskiptavinir okkar sem hafa verslað þessar vörur hjá okkur til þessa færi viðskipti sín á þeim yfir til Danól. Lykilstarfsmenn Ásbjörns hafa verið ráðnir til Danól, og því munum við gera allt sem í okkar valdi stendur til að uppfylla þarfir og væntingar viðskiptavina okkar um gott vöruval og góða þjónustu hér eftir sem hingað til. Við hjá Ásbirni Ólafssyni höfum í gegnum tíðina fengist við ýmis verkefni, en það sem er framundan hjá okkur er að einblína á sérvöru, þ.e. búsáhöld, gjafavöru, áhöld fyrir stóreldhús, kokkafatnað og fleira og er það stefna okkar að þjónusta þá markaði enn betur í framtíðinni.
Við þökkum ykkur kærlega fyrir ánægjuleg samskipti og viðskipti með matvörur, sælgæti og bílhreinsivörur, og vonumst til að samstarfið okkar haldi áfram með áherslu á það vöruval sem við bjóðum uppá. Ef einhverjar spurningar vakna, hafið endilega samband við annaðhvort okkur hjá Ásbirni eða Danól.
Starfsfólk Ásbjörns Ólafssonar ehf.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni1 dagur síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni3 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana