Vertu memm

Björn Ágúst Hansson

Myndir frá útgáfupartý og 5 ára afmæli RUB23

Birting:

þann

Útgáfupartý og 5 ára afmæli RUB23

Á fimmtudaginn síðastliðinn hélt veitingastaðurinn RUB23 uppá 5 ára afmælisveislu staðarins og einnig var fagnað nýútkomnu matreiðslubók RUB23.

RUB23 opnaði fyrst á Akureyri í júní árið 2008 og opnuðu svo veitingastaðinn sinn í Reykjavík í fyrra og gengur mjög vel að sögn eiganda.

Útgáfupartý og 5 ára afmæli RUB23

Það var margt um manninn í útgágupartýinu alveg frá byrjun til enda og virkilega góð stemning.  Boðið var uppá drykki, sushi, lamb á prjóni og að sjálfsögðu hina frægu sushipizzu.

Bókin þeirra er mjög flott, margar flottar uppskriftir, fallegar myndir og var sett saman á aðeins 24 tímum.

Útgáfupartý og 5 ára afmæli RUB23

Uppskriftirnar eru vel útskýrðar og auðvelt að vinna eftir þeim, þar er t.a.m. verið að kenna hvernig á að gera sushi, sushipizzuna og margt fleira, en bókin fæst bæði í búðum og á staðnum hjá þeim.

 

Myndir og texti: Björn og Bragi.

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið