Vertu memm

Uppskriftir

Ostafylltar kjötbollur

Birting:

þann

Ostafylltar kjötbollur

Ostafylltar kjötbollur

Kjötbollur eru gómsætar og matur sem allir elska, börn og fullorðnir. Kjötbollur er hægt að setja upp um eina deild með að setja ostabita í hverja bollu.

Fyrir 4
Einföld uppskrift

1 pakki nautahakk
3/4 bolli brauðraspur eða snakk að eigin
vali (til dæmis maísflögur)
½ bolli rifinn parmesan ostur
½ bolli vatn
2 matskeiðar kryddjurtir úr garðinum, til dæmis steinselja eða graslaukur
1 egg
½ tsk. saxaður hvítlaukur
1 tsk. salt
¼ tsk. svartur pipar
2 kúlur ferskur mozzarella, sem búið er að skera í um 20 teninga

Ítölsk tómatsósa

1
Einföld ítölsk tómatsósa
100 ml ólífuolía
2 hvítlauksrif
salt og pipar
10 stk. saxaðatómata

Sjóðið niður 10 stk. saxaða tómata um helming (hægt að nota 1 dós af söxuðumtómötum).
Framreiðið með pasta að eigin vali og mikið af rifnum parmesanosti á toppinn.

Með þessu er gott að klippa nokkrar kryddjurtir ef þær eru til á heimilinu. Hvítlauksbrauðið er ómissandi með.

Ostafylltar kjötbollur

Ostafylltar kjötbollur

2
Hitið ofninn í 175°c gráður.
Sameinið öll innihaldsefni í stóra skál nema mozzarella-ostinn. Blandað vel saman. Skiptið blöndunni í 20 kjötbollur, hnoðið kúlur í kringum mozzarella-tening og gætið þess vel að þekja ostinn alveg.

Ostafylltar kjötbollur

3
Bakið í 15 til 20 mínútur eða þar til bollan er ekki lengur bleik í miðju. Berið fram strax. Gott að hafa á smjörpappír til að auðvelda þrif. Auðvelt er snúa þessu í ítalska veislu með æðislegum pastarétti.

Bjarni Gunnar Kristinsson

Bjarni Gunnar Kristinsson

Myndir og höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið