Smári Valtýr Sæbjörnsson
Mistök hjá Loftinu vegna Gordon Ramsay uppákomunnar – Loftið var vinsælasta lestrarefnið í gær
Eins og greint hefur verið frá í fjölmörgum fjölmiðlum þegar gestir þurftu að víkja af borði til þess að stjörnukokkurinn Gordon Ramsay fengi sæti á Loftinu við Austurstræti 9, hefur staðurinn birt tilkynningu á facebook síðu sinni og harmar þau leiðu mistök sem átti sér stað síðastliðið laugardagskvöld.
Tilkynninguna er hægt að lesa í heild sinni hér:
Í tilefni af umfjöllun vilja starfsmenn og aðstandendur Loftsins koma eftirfarandi á framfæri:
Loftið býður viðskiptavinum sínum upp á þá þjónustu að taka frá borð á staðnum gegn því að keypt sé flaska af sérstökum flöskuseðli á borðið. Þetta fyrirkomulag er í raun svipað því sem tíðkast á veitingastöðum þar sem hægt er að panta borð fyrir hópa sem vilja gera vel við sig í mat og drykk, nema hér gerir fólk vel við sig með því að kaupa flösku af sérstökum seðli.Fyrirkomulagið er þá þannig að í byrjun hvers kvölds eru þau borð merkt sem eru fyrirframpöntuð, svo öðrum gestum sé ljóst að þau borð séu frátekin og frá hvaða tíma. Þetta fyrirkomulag hefur gengið ágætlega fyrir sig allt frá opnun staðarins og hefur framkvæmd þess verið litlum sem engum vandkvæðum háð.
Þau leiðu mistök virðast þó hafa átt sér stað síðastliðið laugardagskvöld að okkur á Loftinu hefur ekki tekist nógu vel að miðla upplýsingum til nokkurra af gestum okkar um hvaða borð voru frátekin og frá hvaða tíma og biðjum við það fólk sem á um sárt að binda vegna atviksins innilegrar afsökunar.
Við erum alltaf að vinna í því að bæta þjónustuna hjá okkur og erum þakklát fyrir allar ábendingar sem hjálpa okkur við það verkefni.Með vinsemd og virðingu
Starfsfólk og aðstandendur Loftsins
Umfjöllunin hér á freisting.is þegar Loftið opnaði í byrjun febrúar var mest lesna fréttin í gærdag þar sem fjölmargir komu inn á fréttina í gegnum leitarvélar.
Samsett mynd: Skjáskot af tilkynningu og mynd af Gordon af netinu.
/Smári

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lítill og ljúfur Sveitabiti er mættur á svæðið