Viðtöl, örfréttir & frumraun
Fyrsta veislan á nýju bryggjunni á Völlum – Myndir
Á Völlum í Svarfaðardal hafa hjónin Bjarni Óskarsson og Hrafnhildur Ingimarsdóttir ásamt góðu fólki staðið í framkvæmdum að undanförnu við að byggja veglegan pall við sælkerabúðina sem hefur fengið nafnið Bryggjan.
Fyrsta veislan á nýju bryggjunni á Völlum var haldin nú á dögunum úti í blíðunni.
Í boði var fiskisúpa að hætti Bjarna, brauð og aioli.
Með fylgja myndir frá veislunni.
Um Vellir
Á Völlum eru sjö gróðurhús sem fyllast af góðgæti á hverju vori og eru mörg hver í blóma langt inn í haustið. Bróður partur húsana eru nýttir til ræktunar á jarðarberjum en í hinum leyfa eigendur hugmyndafluginu að ráða ferðinni og það er aldrei að vita hverju þeim dettur í hug að sá, allt frá sterkum eldpiprum til safaríkra agúrkna.
Stærsti sólberjaakur Íslands er einnig staðsettur á jörðinni. Honum var komið á laggirnar vorið 2006 og hefur vaxið og dafnað vel síðan þá. Þegar berin eru fullþroska gefst gestum kostur á að tína sólber gegn vægu gjaldi.
Íslendingar eru þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga eitt besta villta ræktarland í heimi. Bláber, aðalbláber og krækiber má einnig finna á Völlum hvort sem þau séu fersk, sultuð eða í saftar formi.
Ásamt því að selja grænmeti og ber á Völlum þá er framleitt allskyns vörur fyrir sælkerann.
Vellir er staðsett við Skíðadalsveg, rétt fyrir utan bæinn Dalvík.
Litla sveitabúðin á Völlum er opin alla daga á milli 13:00-18:00
Heimasíða: www.vellir.is
Fleiri fréttir: Vellir í Svarfaðardal
Myndir: facebook / Vellir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt2 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum