Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Djúsí by Blackbox opnar í Borgartúninu
Blackbox Pizzeria í Borgartúni er þekkt á markaðnum fyrir gæði, frumleika og gott bragð í einstökum súrdeigs sælkera pizzum sem staðurinn býður upp á.
Vörumerkið er í stöðugri þróun og hefur t.d vörulínan í Krónunni stækkað jafnt og þétt og frá upphafi hafa eigendur langað að fara með Blackbox enn lengra, stækka fjölskylduna og Djúsí er hluti af því sælkera verkefni.
Það er augljóslega vöntun á djús-og samlokum í Borgartúninu og Blackbox langaði að svara því kalli og stækka conceptið enn frekar með þessari fersku og safaríku viðbót. Nú er nefnilega komið af því að heimfæra Blackbox erfðaefnið út í samlokur og djúsa með þessum nýja stað sem er Djúsí by Blackbox.
Djúsí kemur inn á þennan markað með háleit markmið um að gera sérlega ljúffengar samlokur og geggjaða djúsa.
„Ég stofnaði Lemon fyrir átta árum síðan og þekki djúsa-og samlokugeirann því afar vel og sú þekking og reynsla í bland við botnlausa sælkerakunnáttu félaga míns, Viggó Vigfússonar, hefur því nýst okkur sérstaklega vel því undanfarnar vikur höfum við verið að þróa Djúsí: glænýjan og öskrandi ferskan bastarð getinn af nákvæmlega sömu hugmyndafræði og DNA og Blackbox en samt með skýra aðgreiningu og einkenni eins og fólk mun upplifa.“
Segir Jón Gunnar Geirdal einn af eigendum Blackbox.
Djúsarnir á Djúsí verða einstaklega ferskir og matarmiklar og safaríkar samlokurnar verða á boðstólnum, en Djúsí opnar í Borgartúni 26, sama húsnæði og Blackbox, um miðjan júní næstkomandi.
Í kjölfarið fer svo af stað einstakt samstarf með N1 sem ætla að opna Djúsí á sínum sterkustu staðsetningum og þannig færa djús-og samloku þyrstum ferðalöngum eitthvað alveg nýtt og spennandi.
„Okkur hjá N1 hlakkar mikið til samstarfsins við BlackBox og eftir að hafa tekið þátt í þessari þróun frá upphafi með reglulegu smakki erum við komin með frábæra vörulínu. Samlokur og djúsar passa vel inn í okkar stefnu að auka fjölbreytileika í hollari og ferskari veitingum inni á N1 og því ætlum við að setja fullan þunga í þessa þróun inni á okkar staðsetningum.
Þessi vörulína á það svo sannarlega skilið að fara víða og ætlum við að opna staði á næstu misserum víða um land svo flestir geti fengið að njóta. Fyrstu tveir staðirnir opna í sumar og verða þeir á landsbyggðinni,“
segir Jón Viðar Stefánsson, rekstrarstjóri þjónustustöðva N1.
Myndir: facebook / BlackBox Pizzeria
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni6 klukkustundir síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt3 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð