Uppskriftir
Spaghetti með hvítlauk, chili og ólífuolíu
Grunnurinn að þessari uppskrift er að nota góða ólífuolíu og þá er hér á ferðinni einfaldur og góður réttur. Einfalt er að bæta réttinn með t.d. ansjósum, spergilkáli eða grænmeti að eigin ósk en oft á tíðum er einfaldleikinn bestur.
Aðalréttur fyrir 4
360 g spaghetti
2 góðar skvettur ólífuolía
5 stórir geirar hvítlauks, fíntsaxaðir
¼ tsk. þurrkað rautt chili
1 lúka steinselja, söxuð
Maldon-salt
Aðferð:
Á meðan pastað er að sjóða í miklu söltu vatni hitum við olíuna með hvítlauknum og chiliinu. Passa þarf að laukurinn brúnist ekki.
Þegar pastað er soðið al dente, er vatninu hellt vel af og blandað saman við olíuna ásamt steinseljunni, hrært vel í og saltað eftir smekk.
Höfundur er Leifur Kolbeinsson matreiðslumeistari
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni5 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup







