Vertu memm

Uppskriftir

Gulrótarsúpa með anis og hvítlauk

Birting:

þann

Gulrótarsúpa

Gott er að hafa ýmis meðlæti með í súpuna, ætilþyrsla, spínat, blaðlauk svo fátt eitt sé nefnt

600 gr afhýddar gulrætur
600 ml grænmetis eða kjúklingasoð
2 stk stjörnuanis
100 gr laukur
200 gr rauð paprika
4 hvítlauksgeirar
200 ml kókosmjólk
100 ml rjómi
Salt og pipar
1 tsk karrý
50 ml ólífuolía

Allt grænmeti er skorið gróft niður og svitað í olíunni. Kryddað til með karrý, salti og pipar. Soði er bætt við og soðið rólega saman í 30 mínútur. Maukið súpuna með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Bætið rjóma, kókos og anisstjörnu saman við og látið sjóða rólega í 15 mínútur.

Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið