Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýir rekstraraðilar á Hólabúðinni og 380 veitingastaðnum á Reykhólum

Birting:

þann

Arnþór Sigurðsson og Helga Guðmundsdóttir

Arnþór Sigurðsson og Helga Guðmundsdóttir

Í október í fyrra lokaði Hólabúðin og 380 veitingastaðurinn á Reykhólum, en þá höfðu þá Ása Fossdal og Reynir Þór Róbertsson staðið vaktina frá opnun verslunarinnar frá árinu 2015. Veitingastaðurinn opnaði árið 2018.

Sjá einnig:

Nýr veitingastaður á Reykhólum – Ærkjöt er í hávegum haft á matseðlinum

Húsnæði verslunarinnar og veitingastaðarins, sem er í eigu sveitarfélagsins, var auglýst til leigu og barst ein umsókn, frá Helgu Guðmundsdóttur og Arnþóri Sigurðssyni og var gengið til samninga við þau.

Í tilkynningu segir að Helga mun stjórna versluninni, sem enn hefur ekki fengið nafn. Sveitarfélagið veitti styrk á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024, til opnunar og reksturs verslunar á Reykhólum. Það mun létta róðurinn við undirbúninginn.

380 Restaurant á Reykhólum - Veitingastaður

Veitingastaðurinn 380 á Reykhólum, en nafnið er til komið vegna póstnúmers Reykhóla 380.
Lagt verður meiri áhersla á verslunina til að byrja með.

Þau stefna að formlegri opnun 1. apríl næstkomandi, en jafnvel fyrr ef vel gengur að koma hlutunum af stað. Aðspurð segjast þau leggja áherslu á verslunina til að byrja með, því mikilvægast er að koma henni í gang. Þau segjast hlakka mikið til að koma vestur og takast á við þetta verkefni.

Myndir: facebook / Hólabúð Reykhólahreppi og reykholar.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið