Viðtöl, örfréttir & frumraun
Tvö ný meðlæti á matseðli Domino´s
Janúar er eins og síðustu ár hófst með Veganúar hjá Domino´s og er nú hægt að fá þrjú mismunandi meðlæti sem öll flokkast sem vegan.
Þau hafa nú þegar fengið góðar viðtökur en þar eru tvö ný og eitt gamalt. Þetta eru gömlu góðu brauðstangirnar sem núna hafa verið baðaðar í sterkri cajun kryddolíu, vinsæla kanilgottið sem er nú bakað úr létta deiginu og þar er notuð kanilolía í stað kanilsmjörs.
Að síðustu eru það kartöflubátarnir sem eru og hafa alltaf verið vegan.
Helga Thors, markaðsstjóri Dominos, segir að þetta er forsmekkurinn að vegan úrvali á Veganúar og síðar í mánuðinum verður kynnt ný vegan pizza. Þess má geta að pizzan Vegas er vegan pizza en hún kom á matseðil í fyrra og var unnin með vegan rýnihópi Domino´s. Það er kannski ekki hægt að segja að grænkerar séu stór hópur viðskiptavina hjá Domino´s, en hann fer stöðugt vaxandi auk þess sem Vegas hefur verið vinsæl hjá grænmetisætum og öðrum sem huga almennt að heilsunni. Það er því gaman að geta boðið uppá breiðara vöruúrval fyrir þann hóp.
Mynd: dominos.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Markaðurinn4 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn4 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn5 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Keppni5 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu






