Frétt
Ferð í leit að hinum sanna jólailmi
Það er aðventa og hörkufrost þegar ég lagði í hann,með ferjunni Baldri yfir Breiðafjörð. Tilgangur fararinnar að leita að hinum sanna jólailmi sem fylgt hefur okkur sem þjóð frá öndverðu. Eftir 3ja tíma siglingu var komið að landi á Brjánslæk. Eftir stuttan akstur kom ég að litlum byggðakjarna sem nefnist Krossholt, en það hitti ég hjónin Silju Björg Ísafoldardóttur og Þórð Sveinsson en þau eru með sjálfbært fjárbú auk gistingar fyrir ferðamenn.
Þau tóku mér virktum og á örskotsstundu var framreiddur kvöldmatur eldaður úr þeirra eigin afurðum. Lambalundir með eigin jurtablöndu, bláberja og hvítlaukskryddað ærinnralæri, soðið hvítkál og gulrætur, lambasósa með villtu sveppum. Algjört sælgæti, eldað með umhyggju og gleði eins og allt sem þau gera. Hún er algjör galdrakona hún Silja og er með krydd ýmiskonar, lækningarjurtir sem henta í te og inntöku, svo gerir hún postulínsdiska og margt margt fleira.
Fyrirtækið þeirra heitir Móra ehf. og nefnt eftir fyrstu gimbrinni sem Þórður gaf Silju. Fyrirtækið er orðið 20 ára, stofnað 1999. Stofninn telur yfir eitt hundrað ær og auka tveggja hrúta af verðlaunakyni, þau segja þetta Strandafé af bestu tegund. Vinnan við búið og afurðirnar er sjálfbær, þau vinna allt kjötið sjálf í vottaðri vinnslu sinni og ná að selja allt kjöt innan sem utan sveitar, þ.e. „beint frá býli“. Viðskiptavinir geta fengið allt kjöt meðhöndlað og afhent að eigin óskum.
Þá var gengið á ilminn sem leitað var að en hann kom úr reykhúsinu þeirra þar var heldur betur matarlegt um að líta. Þau pækilsprauta og þurrsalta kjötið fyrir reykingu en kveikt er undir taði o.fl síðustu viku október mánaðar. Já hinn sanni jólailmur heilsaði nefi og augnakonfekt blasti við augum. Tilgangur ferðarinnar var fullkomnaður. Einungis var eftir að lesta kjöt og kveðja þessi heiðurshjón sem með elju og umhyggju framleiða fyrirtaks vörur vestur á fjörðum á Krossholti á Barðaströnd.
Þó gat ég ekki setið á mér að kíkja í fjárhúsið og þar voru allir nýklipptir fyrir jólin og dorranir (hrútarnir) voru farnir að iða í skinninu að komast til ánna og gegna skyldu sinni að leggja til í ný lömb sem svo verða tilbúin næsta haust. Svona er sem sagt hringrás lífsins.
Þau fóru með fulllestaða bíla sína á Patró að afhenda hangikjötið. En ég hélt akandi á braut með ilmandi góðgæti í farteskinu um hina ísilögðu eyðifirði sem liggja suður.
Með þessari hugvekju óska ég öllum gleðilegra jóla.
p.s. Hjónin á ströndinni komast í jólaskapið þegar síðasti hangikjötsbitinn er farinn frá þeim fyrir jólin og alltaf hugsa þau til þeirra sem borða hangikjötið þeirra á jóladag.
Facebook / Móri – Sími 8469474
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin