Frétt
Eitrað og krabbameinsvaldandi efni í frosnum fiski
Matvælastofnun varar við neyslu á frosnum fiski frá Víetnam með vöruheitinu Redtail Tinfoil Barb vegna ólöglegs aðskotaefnis. Fyrirtækið Dai Phat sem flutti inn vöruna hefur innkallað allar framleiðslulotur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Aðskotaefnið malachite green sem er notað sem lyf í fiskiræktun er eitrað og krabbameinsvaldandi og er því ólöglegt.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF evrópska viðvörunarkerfið um hættuleg matvæli og fóður og gerði heilbrigðiseftirlitinu viðvart.
Innköllunin á við allar framleiðslulotur:
Vöruheiti: Frozen Redtail Tinfoil Barb
Lotunúmer: Allar best fyrir dagsetningar
Strikamerki: 7350072778479
Nettómagn: 850g
Geymsluskilyrði: Frystivara
Framleiðandi: Viet Asia Foods Co.
Framleiðsluland: Víetnam
Innflutningsfyrirtæki: Dai Phat Trading Inc. ehf. Faxafeni 14, 108 Reykjavík
Dreifing: Dai Phat Trading Inc. ehf. Faxafeni 14, 108 Reykjavík
Viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í verslunina þar sem hún var keypt gegn endurgreiðslu.
Mynd: aðsend
-
Markaðurinn4 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Markaðurinn5 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni3 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt5 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?






