Viðtöl, örfréttir & frumraun
Þráinn ræðir um rekstur veitingastaða á Covid-tímum í Síðdegisþætti Loga Bergmanns og Sigga Gunnars
Þráinn Freyr Vigfússon eigandi veitingastaðarins Sumac mætti til þeirra Loga Bergmanns og Sigga Gunnars í Síðdegisþáttinn og ræddi við þá um rekstur veitingastaða á Covid-tímum ásamt því að segja þeim frá nýrri bók sem hann var að gefa út.
Sumac opnaði fyrir þremur og hálfu ári og sækja matreiðslumenn staðarins áhrif sín allt frá Norður-Afríku yfir til Lebanon. Þráinn segir ástæðuna fyrir því vera forvitni sína.
„Það er löng saga en í grunninn var ég alltaf forvitinn og ferðaðist mikið til þessara landa og sótti staði í öllum borgum sem ég fór á og fannst þetta matur sem enginn var að gera eins og ég sá fyrir mér að maturinn yrði á Sumac og þar kviknaði þessi áhugi,“
segir Þráinn.
Sumac og Óx eins og svart og hvítt
Inn af Sumac er svo annar veitingastaður með allt öðru sniði. Hann ber nafnið Óx og er einungis pláss fyrir tíu gesti í einu á þeim stað.
„Óx er íslenskur veitingastaður þannig að það má segja að þetta sé í raun eins og svart og hvítt á móti Sumac og þar kaupirðu í rauninni bara miða inn í matarupplifun. Þarna eru upp í sautján réttir og vínpörun. Þetta er þriggja tíma prógram fyrir gestinn og þetta er svona matbar þar sem gestir sitja í kringum eldhúsið. Þar inni erum við að matreiða mat allt kvöldið og tala við gesti. Ég myndi nú ekki kalla þetta leikhús en þetta er svona svið,“
segir Þráinn.
Sumir lifa þetta ekki af
Spurður út í veitingarekstur í Covid-faraldrinum segir Þráinn stöðuna hafa verið erfiða fyrir alla.
„Þetta er náttúrulega búið að vera erfitt ár fyrir alla, en allir hafa reynt sitt besta og unnið með aðstæðurnar. Þetta hefur verið erfitt fyrir marga og sumir lifa þetta ekki af en aðrir, vonandi sem flestir, lifa þetta af þannig að við munum vonandi eiga einhverja veitingastaði á nýju ári,“
segir hann.
Nýlega gaf Þráinn út bókina Sumac en þar er að finna uppskriftir fyrir helstu rétti veitingastaðarins og segist hann ekki hafa verð feiminn við það að gefa uppskriftirnar út.
„Þetta eru toppréttirnir okkar síðustu þrjú árin, það eru þrír réttir sem hafa ekki farið á seðil sem við svona bættum við af því að mig langaði að hafa þá en annars eru þetta bara okkar réttir og við erum ekki að fela neitt það er allt þarna í bókinni,“
segir hann.
Viðtalið við Þráin má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:
Texti og myndband: K100.is – Mynd: skjáskot úr myndbandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin