Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Kvöldstund í Hörpunni | Horfðu á vídeó af 6 rétta lakkrísmatseðlinum hér

Birting:

þann

Harpan -  Tónlistar- og ráðstefnuhús

Kolabrautin - ÚtsýniÞað var eitt laugardagskvöld sem ég fór í Hörpuna, með það markmið að eiga þar góða kvöldstund.

Fyrst skyldi farið á Kolabrautina og smakkaður 6 rétta lakkrísmatseðill sem þeir brautarmenn höfðu unnið í samvinnu við Johan Búlow hjá Lakrids, sem er danskt fyrirtæki sem framleiðir „gourmet“ lakkrís.

Vel var tekið á móti mér og vísað til sætis og boðið hvað ég vildi drekka og þáði ég sódavatn. Svo kom brauðið á borðið, fantagott súrdeigsbrauð og bað ég um smjör með því, er ekki hrifinn af því að dýfa brauði í olíu og borða.

Svo hófst ferðin:

Rauðrófur, geitaostur og Lakkrís Stout

Rauðrófur, geitaostur og Lakkrís Stout

Mjög mildur réttur sem erti upp í manni hungrið.

Steikt bleikja, sítrussalat, vinaigrette og möndlu-krisp

Steikt bleikja, sítrussalat, vinaigrette og möndlu-krisp

Dýrðleg eldun á bleikjunni, stökk í endum, en djúsi inn í, meðlætið milt og stal ekki bragði frá fiskinum, frekar jók á það.

San Daniele, fennel, brauðteningar og balsamik

San Daniele, fennel, brauðteningar og balsamik

Þessi skinka var svakalega góð, mér fannst brauðkubburinn helst til stór, fennelið kom skemmtilega inn, balsamikið og rifinn parmasan lokaði bragðinu.

Ravioli með andar ragu og parmesan

Ravioli með andar ragu og parmesan

Hreint út sagt, sjúklega gott. Það vottaði fyrir lakkrísbragðinu í pastanu

Lambahryggvöðvi, rabbarbari, dijon, jólasalat og epli

Lambahryggvöðvi, rabbarbari, dijon, jólasalat og epli

Ég fékk fremsta partinn af vöðvanum og eldun á honum var nánast fullkomun, þar að segja ef hún er til, jólasalatið beiskt en sætan frá rabbabaranum og dijonsinnepið jafnaði heildarbragðið þar á milli og ekki má gleyma sósunni með mjög mildu lakkrístón.

Súkkulaði og mjólk

Súkkulaði og mjólk

Góður og svalandi endir á góðri máltíð.

Myndbandið tók Bjarni Gunnar Kristinsson yfirmatreiðslumaður Hörpudisksins, veisluþjónustu Hörpunnar.

Þessi máltíð stóð alveg fyrir sínu og skemmtilegt að upplifa þessu mildu notkun á lakkris, sem maður hafði ekki hugsað út í fyrr.

Sálin hans Jóns míns - Eldborg í HörpunniÞakkaði ég pent fyrir mig og hélt niður á þriðju hæð en þar var ég með bókað sæti á svölum í Eldborginni á 25 ára afmælistónleika Sálarinnar og þeir höfðu sko engu gleymt, salurinn dansaði nánast alla tónleikana, geggjað fjör.

Það var mettur maður bæði í maga og eyrum sem um 11 leitið hélt heim á leið úr Hörpunni og strengdur var sá eiður að þarna skyldi mætt aftur.

 

Vídeó: Bjarni

Texti: Sverrir

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið