Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýtt kaffihús í Mosfellsbæ
Nú á dögunum opnaði nýtt kaffihús í Mosfellbæ, sem ber heitið Kaffi Áslákur og er staðsett á Hótel Laxnesi.
Anddyri og móttökurými hótelsins var breytt í kaffihús. Góð aðstaða er fyrir börn að leika sér og billjardborð sem staðsett var í kjallara hótelsins hefur verið fært upp á efri hæðina.
Aðsóknin á hótelið hefur verið upp og niður eftir ástandinu í þjóðfélaginu. Stúdíóíbúðirnar í neðri hæð hótelsins hafa verið í langtímaleigu auk þess sem nokkrar íbúðir hafa verið leigðar til fólks í sóttkví og hefur því verið tekið vel. Annars hafa Íslendingar verið duglegir að sækja hótelið heim.
„Ég byggði þetta hótel fyrir 12 árum, löngu áður en ferðamannabylgjan brast á. Þannig að við erum á svipuðum stað í dag, að þjónusta Íslendinga. Nú viljum við bjóða Mosfellinga sérstaklega velkomna á kaffihúsið.““
sagði Albert Sigurður Rútsson hóteleigandi á Hótel Laxnesi í samtali við Bæjarblaðið Mosfellingur.
Fyrir þá sem vilja fræðast meira um Albert, þá mælum við með þessum pistli hér.
Myndir: facebook / Kaffi Áslákur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni5 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Frétt2 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Markaðurinn1 dagur síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík







