Uppskriftir
Saltkjöt og baunir
Innihald:
6 dl gular hálfbaunir
1 L kalt vatn til að leggja baunirnar í bleyti í
1 kg saltkjöt
1 stk meðalstór laukur
1 stk lárviðarlauf
Aðferð:
Gott er að afvatna saltkjötið í nokkrar klukkustundir.
Leggið baunirnar í bleyti í kalt vatn og látið standa í ca. 12 klst. Hellið þá á sigti og látið renna af þeim.
Hitið l og 1/2 L af vatni, setjið baunirnar í, látið sjóða.
Við suðu kemur mikil froða ofan á, fleytið hana af.
Setjið saltkjötið út í, afhýðið lauk og grófsaxið og setjið í ásamt lárviðarlauf í.
Sjóðið við hægan hita í um 1 klst klst. Fleytið froðuna sem myndast ofan af.
Gott er að hafa rófur, gulrætur og kartöflur sem meðlæti.
Mynd: úr safni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel12 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni12 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana