Vertu memm

Uppskriftir

Saltkjöt og baunir

Birting:

þann

Saltkjöt og baunir

Innihald:
6 dl gular hálfbaunir
1 L kalt vatn til að leggja baunirnar í bleyti í
1 kg saltkjöt
1 stk meðalstór laukur
1 stk lárviðarlauf

Aðferð:
Gott er að afvatna saltkjötið í nokkrar klukkustundir.

Leggið baunirnar í bleyti í kalt vatn og látið standa í ca. 12 klst.  Hellið þá á sigti og látið renna af þeim.

Hitið l og 1/2 L af vatni, setjið baunirnar í, látið sjóða.

Við suðu kemur mikil froða ofan á, fleytið hana af.

Setjið saltkjötið út í, afhýðið lauk og grófsaxið og setjið í ásamt lárviðarlauf í.

Sjóðið við hægan hita í um 1 klst klst. Fleytið froðuna sem myndast ofan af.

Gott er að hafa rófur, gulrætur og kartöflur sem meðlæti.

Mynd: úr safni

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið