Sverrir Halldórsson
Hrekkjuvöku morgunverður á Hótel Sögu
Þann 1. nóvember á föstudagsmorgni var ég mættur í hrekkjuvöku morgunverð á Sögu, en hótelið bauð upp á þess konar morgunmat 31. október og 1 nóvember.
Ég arkaði beint inn í Skrúð, en viti menn það er búið að flytja morgunverðinn úr Skrúð yfir í Sunnusal og þegar maður kom þar inn féllust mér eiginlega hendur, það flott var umgjörðin yfir salnum og sjálfu hlaðborðinu.
Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á sérstakan mat í kringum hrekkjuvökuna á Íslandi, en lengi hefur tíðkast að börn klæði sig í grímubúninga og sælgæti hefur einnig verið stór þáttur.
Er þessi hugmynd kærkomin sem krydd í frekar hefðbundinn morgunmat hér á landi og vona ég að það verði framhald á þessu.
Meðal þess sem var sérstaklega á borðinu vegna hrekkjuvökunnar var:
Sólarkökur
Þessar kökur voru upprunalega bakaðar fyrir „All Soul Day“ sem var haldinn 2. nóvember til að heiðra hina látnu. Hver kaka táknaði eina sól. Þessi siður á ættir sínar að rekja til Bretlands og Írlands, kökurnar voru gefnar börnum og fátækum. Þetta var upphafið að „Trick and Treat“.
Banshee Mulled Te
Banshee þýðir yfirnáttúruleg kvenkyns vera sem ber skilaboð frá hinum látnu. Hér færir hún okkur kryddað te með kanil, engifer, kardimommum, appelsínum og hunangi.
Barbrackbrauð
Eitt aðalsmerki írskrar hrekkjuvöku er barbrack brauð sem er sætt brauð sem inniheldur vanalega heillamerki og er notað í sama tilgangi og heillakökur.
Colcannon
Gamall írskur hrekkjuvökuréttur sem er búinn til úr kartöflum, káli, smjöri og lauk til að fagna síðasta uppskerudeginum. Það hefur meira segið verið samið lag um þennann rétt.
Pumkin and Apple pie
Með múskat, kanil og crumbel með brúnum sykri.
Smakkaðist þetta alveg virkilega gott, þjónustan til fyrimyndar og var það sæll og ánægður viðskiptavinur sem hélt út i amstur dagsins.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni18 klukkustundir síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati