Markaðurinn
Gamli rjómaosturinn frá MS er nú fáanlegur á ný
Rjómaosturinn frá MS nýtur mikilla vinsælda en hann hentar frábærlega í matargerð og bakstur svo eitthvað sé nefnt. Nýr og mýkri rjómaostur var kynntur fyrir landsmönnum í vor og hefur hann hlotið einstaklega góðar viðtökur þrátt fyrir smá hnökra í upphafi framleiðslunnar.
Til að koma til móts við sem flesta neytendur var ákveðið að setja gamla rjómaostinn aftur á markað og verður hann fáanlegur í verslunum samhliða þeim nýja. Gamli rjómaosturinn er stífari en sá nýi og hentar einkar vel í eðlur, ídýfur og aðra heita rétti.
Gamli rjómaosturinn kemur í 200 g umbúðum og vonum við að neytendur sem hafa saknað þess gamla geti nú tekið gleði sína á ný.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Markaðurinn2 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel18 klukkustundir síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri






