Sverrir Halldórsson
Ísland á matvælasýningu í Sviss | Gunnar Karl mun sjá um eldamennsku á sýningunni
Íslandsstofa tekur þátt á hótel- og veitingahúsasýningunni Igeho sem haldin verður í Basel í Sviss dagana 23. – 27. nóvember næstkomandi.
Setja á upp þjóðarbás þar sem markmiðið er að kynna sérstöðu Íslands sem framleiðanda á úrvalshráefni til matargerðar, hreinleika náttúrunnar til sjávar og sveita og íslenska matarmenningu. Möguleiki verður að kynna allar matvörur s.s. kjöt og fisk sem og aðrar vörur sem tengjast hótel- og veitingahúsarekstri.
Matreiðslumeistarinn Gunnar Karl Gíslason mun sjá um eldamennsku á sýningunni
Igeho, sem haldin er annað hvert ár, er stór í sniðum og skiptist niður í nokkra vöru- og þjónustuflokka, fyrst og fremst á sviði matvæla. Þar fer fram viðamikil kynning á matvælaframleiðslu, bæði kjöti og fiski, drykkjarvöru og hvers kyns tækni. Um 80 þúsund gestir mæta jafnan á sýninguna og er stærsti hluti þeirra hótel- og veitingahúsaeigendur frá Sviss og Þýskalandi.
Þess má geta að Svisslendingar setja afar strangar kröfur um vottun og sjálfbærar fiskveiðar og mun upprunamerki fyrir íslenskar sjávarafurðir og vottun sjálfbærra fiskveiða undir merkjum Iceland Responsible Fisheries verða kynnt á sýningunni.
Munum við á Veitingageirinn.is birta myndir og umfjöllun um þessa för Gunnars að henni lokinni.
Mynd: Aðsend
![]()
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Markaðurinn3 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti






