Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Nýtt nafn á Dixie bjórinn vegna mótmæla Black Lives Matter og kynþáttafordóma

Birting:

þann

Dixie beer

Dixie bruggsmiðjan

Dixie bjórinn sem bruggaður hefur verið í New Orleans í meira en 110 ár, mun brátt fá nýtt nafn.

Í fréttatilkynningu frá Dixie eigendunum Gayle og Tom Benson segir að í ljósi mótmæla „Black Lives Matter“ og kynþáttafordóma þá verður nafninu breytt á öllum Dixie vörumerkjum, en nýja nafnið verður opinbert á næstu vikum.

Dixie beer

Dixie bruggsmiðjan var stofnuð árið 1907

Gayle og Tom Benson keyptu fyrirtækið fyrir þremur árum, en Dixie bruggsmiðjan var stofnuð árið 1907.

Dixie er gælunafn fyrir suðurhluta Bandaríkjanna, sem einu sinni var skipt frá Norður-ríkjum og var kallað Mason-Dixon línan.

Lag með sama nafni varð síðan óopinber þjóðsöngur fyrir Samtökin í borgarastyrjöldinni. Í þessari viku tilkynnti sveitatónlistartríóið Dixie Chicks að þeir munu sleppa orðinu „Dixie“ úr nafni hljómsveitarinnar og heita nú „The Chicks.“

Myndir: dixiebeer.com

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið