Smári Valtýr Sæbjörnsson
Uppselt á veitingastaði á matarhátíðinni Restaurant Day
Á morgun laugardaginn 16. nóvember verður matarhátíðin “Restaurant Day” eða Veitingastaður í einn dag, haldinn í Reykjavík og víða um land – og samtímis um heim allan.
Á Akranesi, Ísafirði og Seyðisfirði
Þrír staðir eru út á landi en það eru Frábærína Franskhildur á Ísafirði þar sem bornir verða fram frábærínu borgarar og heimatilbúnar franskhildur við Mjallargötu.
Á Seyðisfirði verður DJ Unnur Andrea með hádegisverð þar sem úrval smárétta verða á boðstólnum, t.a.m. marineraður fiskur, grænmetisbaka og kjúklingaspjót og svo verða stígin nokkur danspor eftir matinn, en dansinn er ókeypis og maturinn verður ódýr.
Á Akranesi verður sushi-take away staður við Reynigrund 39, en þar ætla þær stöllur Aldís matgæðingur og Stefanía matreiðslunemi á Fiskmarkaðnum í Reykjavík og hefur lært þar sushigerð að bjóða upp á 10 bita sushi bakka og svo partýbakka sem inniheldur 50 bita.
Reykjavík
Í Reykjavík verða 8 staðir sem opna á morgun, t.a.m. í kjallaranum á SPARKI við Klapparstíg verður á boðstólum Melrósate í grænum félagsskap, við Barónsstíg 16 verður boðið upp á forboðna ávexti og vinsamleg tilmæli til allra að skilja börnin eftir heima þar sem stokkið verður í hyldýpi syndarinnar.
Sumir pop-up veitingastaðir fara alla leið og opna heimasíðu í kringum daginn líkt og Sumendi og býður upp á þrjár máltíðir yfir daginn eða klukkan 13, 18 og 21 og er nú þegar uppselt í kvöldverðinn klukkan 18:00.
Matseðill hjá Sumendi er girnilegur en boðið er upp á:
Garlic soup
With Icelandic lobster tails
One lamb
Roasted Icelandic lamb fillet
Two cods
Pil-Pil & Bizkaina
Three milks
Cooked, fried & cocktail
Og herlegheitin kosta 4.900 krónur.
Hægt er að lesa nánari upplýsingar um veitingastaðina á restaurantday.org með því að smella hér.
Mynd: skjáskot af korti á restaurantday.org
Mynd af þorskrétti: af facebook síðu Sumendi.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati